Forgangsverkefni

Ljóst er að mjög mikilvægt er að vönduð rannsókn á þessu ótrúlega máli nái fram að ganga. Þetta er eitt meginverkefni núverandi ríkisstjórnar og því má ekki undir neinum kringumstæðum hætta núverandi stjórnarsambandi meðan rannsókn hefur ekki farið fram að öllu leyti.

Þessar deilur um Icesafe eru smámunir sem skipta minna máli. Ekki er undir neinum kringumstæðum unnt að komast fram hjá því skeri, þar verður að ganga til samninga við ofureflið til þess að tryggja að atvinnuvegirnir og fyrirtækin geti starfað.

Ef þetta Icesafe mál verður að því skrýmsli sem sumir vilja draga upp með dökkum litum, þá er ljóst að réttarríkið íslenska líði undir lok. Við getum ekki slegið um okkur að „við greiðum ekki fyrir óreiðumenn“. Þessi yfirlýsing hefur reynst okkur það dýr að hún kallaði yfir okkur að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögum á íslensku þjóðina. Ef Icesafe fellir ríkisstjórnina þá er mikil hætta á að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn komist í Stjórnarráðið. Markmið margra pólitíkusa í þeim flokkum er að koma félögum sínum til bjargar sem nú eru hver á fætur öðrum að festast í net réttvísarinnar. Mikil hætta er á að steinar verði lagðir í götu Evu Joly, saksóknara og þeirra sem vinna að þessu erfiða opg umfangsmikla sakamáli. Græðgin og léttúðin á ekkert erindi í Stjórnarráðið aftur! Það yrði rothögg á annars þokkalegt orð sem Ísland hefur haft fram að þessu. Ætli yrði ekki litið á stjórnmálin á Íslandi eins og tíðkast víða í svörtustu Afríku?

Siðferði á sviði stjórnmála hefur ekki verið upp á marga fiska á undanförnum áratug. Einkum hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn aukið spillinguna þegar þeir hafa ráðið í Stjórnarráðinu og gert sitthvað til að draga þjóðina á tálar.

Réttvísin verður því að fá frið og aðstöðu til þess að vinna sig áfram gegnum allt svínaríið.

Mosi

 


mbl.is Rannsókn á hruni fær aukið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Saaaammála...

hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kosta hvað það kosta vill.

Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 19:12

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram náum þeim. Að sjálfsögðu má firri stjórn ekki komast til valda það er eins og þú segir Guðjón þá munu peningaþjófarnir fá vernd. Ef til stjórnarslita kæmi einhverja hluta vegna þá er þjóðstjórn eina og besta lausnin.

Sigurður Haraldsson, 8.10.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband