Er Loki Laufeyjarson fyrirmynd Framsóknar?

Í norrænni goðafræði segir frá Loka Laufeyjarsyni. Hann átti til jötna að telja, sonur Fárbauta þess jötunns, sem stjórnaði hættulegum blossa-eldingum. Loki átti bræður sem einnig þóttu varhugaverðir og ótti stafaði af. Meðal þeirra voru Býleist og Helblinda. Móðir Loka hét Laufey eða Nál. Var haft fyrir satt að hún hefði alið Loka eftir að elding Fárbauta laust hana. Loki gegnir því hlutverki sem í trúarbragðafræðum hefur verið kallað bragðarefur (á ensku trickster). Loki leikur á goðin, hrekkir þau, hegðar sér ósæmilega og brýtur þær reglur sem hafa áður verið settar af goðunum en slík hegðun er dæmigerð fyrir bragðarefi. Loki hefur þó þá sérstöðu að hann er oft illgjarn og sjaldan leiða hrekkir hans til nokkurra heilla, allra síst fyrir hann sjálfan, því goðin refsa honum oft harðlega fyrir það sem hann gerir. Frægt er að hann kom Baldri hinum helga ás fyrir kattanef á miður góðan hátt.Af örlögum Loka er þekkt sú saga að hann var handsamaður af Þór og bundinn með þörmum Nara sonar síns í helli og eitur látið renna á hann. Sigyn, kona hans, sat þó hjá honum og hélt fyrir keri svo eitrið myndi ekki renna framan í hann. Þegar Sigyn tæmdi kerið lak eitrið þó á Loka og urðu þá landskjálftar. Í heimsslitaorrustunni Ragnarökum barðist Loki með jötnum gegn ásum. Hann barðist hatrammlega gegn Heimdalli og varð báðum af bani.

Heimild: að mestu eftir: http://is.wikipedia.org/wiki/Loki_Laufeyjarson

Að ýmsu leyti minnir Sigmundur Davíð á Loka. Hann er seinþreyttur til vandræða og grípur hvert einasta tækifæri sem honum gefst ásamt Höskuldi félaga sínum sem mín vegna má vera nefna Þröskuldur. Þeir félagarnir kappkosta að þvælast sem mest fyrir ríkisstjórninni, gera allt mögulegt tortryggilegt en gagnrýni þeirra er oftast eins og óhljóð í tómri tunnu. Er gagnrýni þeirra því oftast lítils sem einskis virði.

Kannski þessir þokkapiltar séu að vera einhverjir þeir dýrustu þingmenn sem sögur fara af í seinni tíð.

Mosi
mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband