Nauðsyn fyrirvara

Við verðum víst að sætta okkur við að í þessu máli eru það kröfuhafarnir erlendu sem hafa allt í hendi sér. Þar er ekkert spurt um rétt af öðru tagi.

Ljóst er að hér er fyrst og fremst um uppgjörsmál við kröfuhafa að ræða en ekki um réttarstöðu þeirra sem kunna að hafa réttarstöðu grunaðra bankahrunsins.

Því má ekki blanda saman gjörólíkum málum eins og sumir vilja tengja saman t.d. rétti skuldara bankans og almenn mannréttindi eða refsiábyrgð þeirra sem hlut eiga að falli bankanna.

Einnig að þeir sem skulda íbúðalán, verði að greiða hærra en þeir upphaflega gerðu ráð fyrir.

Óskandi setur ríkisstjórnin eðlilega og sanngjarna fyrirvara um þessi atriði áður en gengið verður formlega frá endanlegu samkomulaginu við erlendu kröfuhafana.

Rökstuðningur þessa kom fram í máli Gunnars Tómassonar hagfræðings í Kastljósi nú á dögunum:

Við gjaldþrot bankanna er miðað við vissa dagsetningu. Þá eru allar skuldir og eignir bankanna gerðar upp miðað við ákveðna dagsetningu. Óeðlilegt er, að útistandandi skuldir, þ.e. lán til íslenskra lántakenda, verði allt í einu mun verðmeiri við afhendingu bankanna en miðað við uppgjörsdagsetningu. Þessi mismunur fjárhæða er eðlilega EIGN skuldaranna og ber að draga frá kröfunni!

Þegar ríkisstjórnin áskilur sér að halda 5% eftir af hlutafé íslandsbanka þá finnst mér sem smáhluthafa í bönkunum ansi súrt að þessir bankakarlar sem stýrðu bönkunum hafi gert fé mitt að engu. Þeir sem keyptu stóra hluti með láni fá hvorutveggja strikað út. Hvað með okkur sem staðgreiddum fyrir okkar hluti með beinhörðum peningum? Er jafnræði með borgurunum?

Við verðum og eigum að leggja áherslu á að þetta gangi eftir!

Mosi


mbl.is Heldur 5% hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband