5.7.2009 | 12:33
Léttúð af versta tagi
Sumum finnst gaman og æsandi að taka áhættu. Við Íslendingar erum að taka þátt í miklu hruni í kjölfar ótrúlegrar léttúðar í fjármálum. Við verðum að skera niður víða í okkar samfélagi, heilbrigðiskerfinu ekki síst og það má ekki við meira álagi.
Svona léttúð eins og verið er að vekja athygli á gefur öðrum afarslæma fyrirmynd. Þó svo að þessi ferð ofurhugans hafi endað vel þá kann önnur ferð sem kann að verða reynd, fari ekki eins vel. Svona uppátæki ber að vera banna og sá sem ekki fer eftir slíku banni á að sæta sektum eða jafnvel fangelsi ef sakir eru miklar.
Þetta er ekki aðdáunarvert - þetta er heimska.
Mosi
Húsvískur ofurhugi á Skjálfanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju á banna fólki eitthvað sem getur ekki með nokkru móti skaðað nokkurn mann nema það sjálft? Til þess að aðrir taki ekki upp athæfið? Er það ekki orðin umtalsvert mikil forsjárhyggja? Á þá að banna allar bíómyndir sem sýna eitthvað misjafnt?
Reyndar er raunin sú að fólk á ekki í minnstu vandræðum með að finna sér upp á einhverju svona til að skemmta sér, jafnvel þó það hafi aldrei séð það áður gert.
Bjarni Benedikt Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 12:46
LSH þarf að taka við öllum. Það kostar óhemju vinnu og peninga Bjarni.
Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 12:54
Hvað kostar að kalla út björgunarlið með þyrlu og öllu saman? Hefur nokkrum dellukarli dottið í hug að reikna það dæmi til enda?
Björgunarsveitir þurfa gríðarlegt fjármagn til að kosta starf sitt sem að mestu er byggt á sjálfboðaliðastarfi. En er hægt að ætlast til þess um aldur og ævi? Fyrir aðstoð þarf víðast hvar að greiða og ekki alltaf ódýrt.
Oft hefur léttúð, lélegur undirbúningur og e.t.v. notkun áfengis og fíkniefna valdið mikilum skelfingum, jafnvel dauða. Á að horfa þegjandi á svona glannaskap?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 12:58
Mér finnst þetta nú í lagi. Gaman að sína hvað við Víkingarnir erum Öflugir.
Eitt samt sem stakk mig er að það er skylda að vera með hjálm á vélknúnum ökutækjum sem ekki hafa veltibúr. Ef hann hefði nú endað í sjónum á svona 100km hraða hefði fréttin verið allt öðruvísi.
Hjálmar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:07
Allt kostar þetta vissulega. En á þá ekki bara að banna reykingar, áfengi, fjallaferðir og allt þetta með öllu, og nota peningana til að sjá til þess að fólk fari að lögunum?
Ég er sjálfur í Björgunarsveit og hef tekið þátt í leitum og það er rétt að margir hugsa ferðirnar sínar alls ekki til enda. Ég sé hinsvegar ekkert sem bendir til þess að Björgunarsveitirnar séu neitt að líða undir lok, þannig að já ég þori næstum að fullyrða að það sé hægt að ætlast til þess um aldur og ævi að þær verði til staðar, enda áhugi fólksins sem sinnir þeim brennandi.
Ég held að við eigum ekki að vera endalaust að banna alla hluti. Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Sumir bregðast þeirri ábyrgð og valda kannski öðrum skaða í leiðinni, en við því er ekkert að gera, þannig er bara lífið. Og það mun verða þannig sama hvað við reynum að banna, það er áhætta að vera til.
En ég þekki son þinn ágætlega Mosi, við erum hérna saman í Karslruhe, þangað til að ég fer heim í haust :)
Bjarni Benedikt Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 15:18
Hvaða bjána dettur í hug að banna svona lagað..! Ég fór rúma 60 km á lagarfljótinu síðasta sumar, með jetski á eftir til öryggis og í flotgalla. Þú lýsir bara fáfræði með þessum skrifum. Snjósleði getur vel flotið ef menn setja hann upp fyrir vatnaakstur.
Sveinbjörn V. (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:45
Bjarni: Þú mælir af reynslu og mættu fleiri ljá máls á því sem sá mælir sem starfað hefur í björgunarsveit. Gangi þér vel í Karlsruhe, mér skilst að þar hafi mikil hitamolla verið þar.
Sveinbjörn: er þetta jafneinfalt og þú heldur fram? Er allt leyfilegt sem ekki er banna'? Finnst þér t.f. allt í lagi að þeytast um á stórum hraðbát með kröftugri vél á litlu vatni og taka allt vatnið í gíslingu? Hvað ef eitthvað kemur upp á t.d. mengunaróhapp? Ertu tilbúinn að leggja í milljónakostnað að hreinsa upp og bæta fyrir það tjón sem kann að stafa af handvömm þinni? Ætli svo sé. Því miður átta sig ekki allir á þessu og telja sig hafa allt það frelsi sem tækifærin kunna að færa þeim upp í hendur.
Vel kann að fara að sveitarfélögin taki betur á þessum málum. Nú er mikil vakning að hlúa betur að fuglalífi en verið hefur og taka ákvarðanir til að stuðla að sem minnstri röskun. Í sveitarfélagi nokkru þar sem er fallegt vatn en fjölmargir sumarbústaðir, liggur frammi tillaga að banna alla umferð vélknúinna farartækja. Þessi hugmynd er rökstudd á þann veg að fuglalífi er ógnað með vaxandi umferð kraftmikilla hraðbáta sem ekkert erindi eiga á lítil vötn. Þessir bátar eru ætlaðir til sjávarsiglinga til að komast áfram móti sterkum straumi og kröftugri öldu.
Annars væri betra að gæta hófs í orðum. Niðrandi orðnotkun er ekki til að bæta málstað neins hugsandi manns.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.