10.4.2009 | 19:32
Spillingaráhættan
Þessi uppákoma hjá Sjálfstæðisflokknum er sennilega upphaf mikils uppgjörs í íslenskri pólitík.
Vitað er að stórfyrirtæki hafi haft gríðarleg áhrif með fjárstreymi í þá stjórnmálaflokka sem þeim er þóknanlegir. Þetta er alþjóðlegt vandamál og þekkist víða. Fyrirtæki hafa nánast keypt stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana sér þóknanlega.
Í mörgum löndum þar sem virkt lýðræði er virt þá er í stjórnarskrá ákvæði um skyldu stjórnmálaflokka til að gera opinberlega grein fyrir uppruna og not þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Um þessi mál ritaði undirritaður greinar í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum og fékk fyrsta greinin fremur dræmar undirtektir. Þar gaf meira að segja gjaldkeri Framsóknarflokksins það út að óþarfi væri að setja reglur um þessi mál. Þau væru hvort sem er lítilfjörleg og skiptue engu máli.
Það fór þó svo að lög voru sett um fjármál stjórnmalaflokkanna að vísu var ekki gengið alla leið en þó það langt að nú hriktir í fjárhagslegum stoðum Sjálfstæðisflokksins.
Nú hafa nokkrir tugir milljóna valdið því að óvenjumikill taugatitringur er í Sjálfstæðisflokknum vegna greiðslan frá nokkrum fyrirtækjum í kosningasjóð flokksins.
Nú má spyrja hvort alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Alcoa og Impregilo hafi greitt háar fjárhæðir til Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á þeim árum sem framkvæmdir á Austurlandi voru í undirbúningi? Þar voru gríðarlegir hagsmunir. Fyrir Impregilo var svo ástatt um mitt ár 2002 að til stóð að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda. Það hafði ratað í ýms hneykslismál, m.a. mútuhneyksli í Lesoto í Suður Afríku og víðar. Alcoa hefur misjafnt orð á sér og mjög sennilegt er að þessi fyrirtæki hafi greitt vænar fúlgur í sjóði þeirra stjórnmálaflokka íslenskra sem sinntu hagsmunum þeirra hér á landi mjög vel.
Kannski Kjartan Gunnarsson minnist þessa og geti upplýst þjóðina hvað viðkemur Sjálfstæðisflokknum. Kannski það þurfi ekki endilega að minnast einnhverra manna en hversu háar fjárhæðir kunna aðhafa streymt í Sjálfstæðisflokkinn skiptir mestu máli.
Fyrirgreiðsla stórfyrirtækja og mútur til stjórnmálamanna er nánast sama fyrirbærið. Það var óvenjumikill völlur á forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins haustið 2002 þegar örlög hálendis Austurlands voru ráðin. Þá giltu engin lög um fjármnál stjórnmálaflokka og þeir sem þeim réðu komust upp með nánast hvað sem er, rétt eins og í spilltustu ríkjum heims.
Mosi
Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.