Flókið mál

Það er skelfilegt hvernig komið er hjá mörgum. Þarna er greinilegt að viðkomandi lítur á barnið sitt sem nokkurs konar „eign“ sem unnt er að ráðskast með eftir eigin duttlungum. Það er mikill munur á „eiga“ og að „hafa“. Eiginlega eigum við ekki börnin okkar, þau hafa eigin vilja og okkur ber að virða ætíð rétt þeirra.

Fremur „höfum“ við börnin okkar meðan þau eru ung og undir okkar umsjá þar sem okkur bera mjög ríkar samfélagsskyldur að ala þau upp.

Í gamla Íslandi var rætt um að ala þau upp í kristilegu samfélagi en nú virðist sem ekki megi minnast á neitt sem tengir okkur við trúmál af neinu tagi.

Í þessu tilfelli væri móðir dótturinnar orðin amma barnsins. „Kærastinn“ er bæði barnsfaðir hennar og einnig dóttur hennar! Erfðaréttur gæti t.d. orðið ansi snúinn og það eru fyrst og fremst ástæðurnar fyrir því að þegar á mðöldum amaðist kaþólska kirkjan við nágifti. Þá voru vísindin ekki komin á það stig að ljós væru annmarkar og fylgikvillar þegar nánir ættingar eigi börn saman.

Við Íslendingar eigum eitt dæmi um áþekkt tilfelli: Guðmundur frá Miðdal eignaðist barn með dóttur eiginkonu sinnar erlendrar og gott ef hún varð ekki seinni eiginkona hans. Þó er þetta tilfelli ekki alveg sambærilegt þar sem hann var ekki faðir dótturinnar heldur annar maður.

Það er auðvitað mjög ámælisvert í þessari frétt frá Bandaríkjunum að konan virðist hafa notað áfengi og lyf í þeim tilgangi að sljófga dótturina til að ná fram einbeittum vilja sínum.

Mosi


mbl.is Vildi að kærastinn barnaði dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri í lagi ef dóttirin hefði veitt samþykki (og hefði aldur/vit til að taka upplýsta/meðvitaða ákvörðun).

Nú endar samt greyið stelpan á fósturheimil eða hjá annarri fjölskyldu.

nafnlaus (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband