Hvers virði er handónýt, gömul og úrelt stjórnarskrá?

Eðlilega blöskrar ýmsum sá mikli kostnaður sem fylgir því starfi að setja landinu nýja stjórnarskrá. Úrelt stjórnarskrá hefur landi og lýð reynst afardýr, meira að segja rándýr. Allt of mörg afdrifarík mistök hafa orðið sökum þess að skort hefur á að lýðræðið hafi virkað í landinu. Ráðherraræði hefur stöðugt verið að færa sig upp á skaftið og má segja að það hafi aldrei orðið valdaglaðara en í byrjun þessarar aldar. Þá voru bankarnir einkavæddir, allar aðvaranir um glannalega efnahagsstjórn hundsaðar, engin atkvæðagreiðsla þjóðarinnar um ekki nokkurt einasta mál hversu umdeilt sem það var, hvort um glæfralega virkjun austur á landi eða stuðningsyfirlýsing umdeilds stríðs í Írak. Lýðræðið var ekki talið margra fiska virði.

Fram að þessu hefur endurskoðun stjórnarskrárinnar verið nokkurs konar einkamál Sjálfstæðisflokksins. Þá var þeim falið að endurskoða stjórnarskrána sem einhverra hluta vegna urðu að þoka fyrir valdagleði þeirra sem stýrðu flokknum.

Stjórnlagaþingi ber að skoða alla kosti og leiðir við að setja landi og lýð nýja nútímalega stjórnarskrá. Ein nýjasta og nútímalegasta stjórnarskrá í heiminum átti Nelson Mandela mannréttindamaður veg og vanda af. Hann byggði grundvöllinn á elstu mannréttindayfirlýsingum í heiminum einkum Frönsku stjórnarbyltingarinnar og stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku og Þýskalands.

Þessar satjórnarskrár byggja á mannréttindum og lýðræði sem upphafspunkt en ekki um valdið og meðferð þess. Gamla íslenska stjórnarskráin byggist nefnilega á valdinu, upphaflega valdi einræðiskonungs sem taldi sig þiggja vald frá guði almáttugum en ekki þjóðinni. Þessi kórvilla hefur því miður viljað upphefja valdið og valdsgleðina þar sem þrígreining valdsins er tempruð með allt of sterku framkvæmdavaldi.

Mosi

 


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband