Hvað telur Geir eðlilegt?

Það virðist hafa tekið Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn mánuði að átta sig á því að bankahrunið hafi orðið í haust. Þó má fullyrða að hann vissi eða mátti vita allt sumarið í fyrra og jafnvel fyrr, að bankahrunið yrði staðreynd. Engin opinber skýring kom fram af hálfu Geirs né neins í Sjálfstæðisflokknum af hverju Bretar beittu hermdarverkalögunum á Íslendinga. Telst það eðlilegt?

Var það ekki af því að hvorki Geir né neinn ráðamaður Sjálfstæðisflokksins vildi hafa einhverjar vitrænar viðræður við Breta um Icesafe? Það verður að teljast mjög óeðlilegt hvernig staðið var að þessum málum.

Nú gerði Geir og Sjálfstæðisflokkurinn sig digran á dögunum í þinginu og beitti ríkisstjórnina málþófi.  Ríkisstjórnin var ásökuð um að tefja fyrir nauðsynlegum málum. Er eðlilegt að fullyrða að nausynlegasta breytingin á stjórnarskránni sé einhver tittlingaskítur? Kannski í ykkar augum, þið forystumenn Sjálfstæðisflokksins. Breyta verður stjórnarskránni til að hraða þeirri þróun að unnt verði að efla mannréttindi og lýðræði í íslensku samfélagi. Réttarríkið hefur beðið gríðarlegt afhroð undir ykkar stjórn og það verður nú þegar að bæta það eftir megni.

Hvað Geir telur vera eðlilegt og ekki eðlilegt skiptir Mosa því nákvæmlega engu máli. Eins og langflestir Íslendingar telja, er komið nóg af lélegri fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins undanfarinna ára þar sem þeir stjórnarherrar á þeim bæ hafa ekki staðið sig sem skyldi. Þið í Sjálfstæðisflokknum sváfuð að feigðarósi meðan bönkunum var breytt í ræningjabæli. Þið létuð Fjármálaeftirlitið gefa út kolrangar yfirlýsingar um miðjan ágúst síðastliðinn, sjálfsagt gegn betri vitund. Nokkrum vikum síðar hrundi allt sem hrunið gat. Þið vissuð eða máttu vita um hvað eina sem var að gerast í bönkunum síðustu mánuðina. Fall þeirra var á ábyrgð ykkar og Framsóknarflokksins því þið ákváðuð að selja þá og einkavæða á sínum tíma. Léttúð ykkar verður því vart talin eðlileg.

Mosi


mbl.is Las upp forsetabréf um þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn skuldi Íslendingum betri útskýringar á framferði Breta. Málþófið nú á dögunum var ekki til að vinna aftur traust flokksins og mikilvægt að flokkurinn hætti slíkum orðaleikjum og fari að gefa út skýringar og vinni betur að lausn hinna ýmsu mála sem þarf að leysa strax.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband