The king can´t do any wrong

Kostulegt er að bankastjórar Seðlabanka steyti hnefa gegn nauðsynlegum breytingum þegar hagfræðingar víða um heim sem tjáð hafa sig um málið, undrast að þessir menn hafi ekki játað á sig mistök og vikið sæti.

Geta bankastjórar fyrrt sig ábyrgð?

Þetta er mjög dapurlegt og er ekki til þess fallið að auðvelda lausn á erfiðleikunum. Seðlabankinn gerði þau afdrifaríku mistök eftir að Davíð kom í bankann að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Með þeirri ákvörðun voru settar tímasprengur af stað: Annars vegar með vaxandi blöðru í formi svonefndra „Jöklabréfa“ sem erlendir fjárfestar sóttu í. Hins vegar gáfu þeir bankastjórum Gltnis en þó einkum Kaupþings og Landsbanka tækifæri að opna innlánsreikninga erlendis sem byggðust á háum vöxtum.

Svo kom að því að vandinn varð það mikill að allt sprakk í loft upp. Frjálshyggjan sýndi græðgiskrumluna og hefur með afdrifaríkum afleiðingum skilið íslensku þjóðina eftir í skuldasúpunni.

Því miður er einn „aðalblöðrumaðurinn“ sem ábyrgur er fyrir þessu öll, sá sem nú vill ekki sætta sig við nein mistök. Hann situr sem fastast og hugsar sjálfsagt eins og ensku geðveiku kóngarnir forðum en í byrjun 18. aldar samþykkti enska þingið eftirfarandi lög sem var ein setning:

„The king can´t do any wrong“.


mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband