Nýbúar

Allt gott fólk á að vera velkomið til landsins okkar og vilja lifa hér í friði og sátt við land og þjóð. En eru allir komnir hingað með það að markmiði?

Ljóst er að sá sem vill flytja til annars lands verði helst af öllu að aðlaga sig best að aðstæðum í því landi, læra tungumálið og sætta sig við ytri aðstæður sem veður og þess hattar. Ísland er ekki auðvelt til búsetu og atvinnuhorfur eru nú ekki sem bestar.

Við Íslendingar erum mikil menningarþjóð, tölum eitt elsta varðveitta lifandi tungmál í Evrópu og eigum gríðarlega merkilegan sjóð sem tengist bókmenntum okkar. Við búum í fögru landi sem því miður hefur ekki verið farið nógu vel með gegnum aldirnar. Við erum að mestu leyti kristnir og teljum að kostir þeirra trúarbragða séu um margt til fyrirmyndar. Þannig erum við með umburðarlyndari þjóðum heims sem látum ýmislegt yfir okkur ganga áður en okkur ofbýður.

 

Ástæða að fara varlega?

Alla þessa kosti er ástæða til að varðveita eftir því sem tök eru á. En víða kann vá að vera fyrir dyrum. Ekki dugar þannig að krefjast þess að umhverfið aðlagi sig að öllum þeim breytingum sem við væntum. Þannig geta framandi siðir og jafnvel atvinna valdið okkur hugarangri. Við viljum klæða okkur eftir aðstæðum og þeim venjum sem verið hafa. Þannig finnst okkur blæjur og þess háttar klæðnaður kvenna frá bókstafstrúarfólki Íslam vera allt að því afkáralegur. Vonandi er að aldrei festist hér einhver þröngsýn bókstafstrú sem kann að veikja íslenskt samfélag.

Viðhorf til ýmissa neysluvara kann að vera í ósamræmi við lög og góða reglu. Í mörgum löndum eru ýms neysluefni talin vera jafnsjálfsögð eins og það sem við nefnum einfaldlega eiturlyf. Meðan slíkt er óheimilt þá verður ætíð innflutningur, sala, dreifing og neysla slíkra efna bönnuð og gildir engu hver uppruninn er.

Í fréttum nú á dögunum hefur verið sagt frá uppákomu sem tengist vændisstarfsemi eins nýbúa. Þessi starfsemi kemur öðru hverju upp og ýmsar ævintýralegar sögur sagðar af slíku. Oft hefur komið til kasta lögreglunnar í slíkum málefnum og orðið eftirmál af. En þessi atvinnustarfsemi þykir víða jafnsjálfsögð og betl sem hefur verið harðbannað hér lengi.

En vandræði teljast vonandi til undantekninga. Meðal okkar sem erum frumbyggjar er einnig nokkur hópur sem er sífellt til vandræða og má benda á hvítflibbamennina sem nú hafa komið okkur á kaldan klaka. Ekki er þar neinn nýbúi þar á meðal.

Það er því sjálfsagt að fara varlega og vanda valið, hvort sem er við að kjósa til Alþingis eða sveitastjórna, eða taka afstöðu hvort veita eigi hundruðum manna ríkisborgararétt. Dómsmálaráðuneytinu og Alþingi á að vera treystandi að sinna sem best þessum málum að hérlendis verði sem fæstir til vandræða og að gæta þess að góð og réttlát landslög verði virt í hvívetna.

Mosi


mbl.is 914 fengu íslenskt ríkisfang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband