Dapurlegustu hliðar hrunsins

Óhætt má segja að dapurlegustu hliðar fjármálahrunsins mikla komi fram í vaxandi glæpastarfsemi minni háttar „athafnamanna“. Þegar starfsemi bankana og fyrirtækjanna í landinu lamast, tekur undirheimurinn við. Gríðarlega umsvifamikið neðanjarðarhagkerfi er að öllum líkindum að hasla sér völl í íslensku samfélagi. Þetta er hræðilegt og kallar á aukna aðgæslu einkum þeim sem hætt er við að falla fyrir fíkniefnum og verða háðir þeim.

Við þurfum að veita lögreglunni liðsinni. Með árverkni og hafa athygli okkar alla á þvi sem miður fer ætti að vera unnt að uppræta sem mest af þessari starfsemi. Mikilvægt er að efla félagsleg úrræði fyrir þá einstaklinga sem í hættu eru.

Því miður á illa fengið fé tiltölulega auðvelda leið í ólögmætan hagnað sem grundvallaður er af ólöglegri starfsemi.

Við verðum að leggja hönd á plóginn og veita lögreglunni alla þá aðstoð til að uppræta megi þetta illgresi.

Mosi


mbl.is Fíkniefnahagnaði ráðstafað hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fram til þessa hefur lögreglan talið mótmælendur mestu ógnvaldana. Hér erum við að tala um alvöru ofbeldi og stórglæpi.

Finnur Bárðarson, 17.2.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eða kannski vissa stjórnmálamenn? Lögreglan er hluti af framkvæmdarvaldinu og var lengi beitt í þágu þeirra sem vildu sýna vald sitt. Nú er vonandi komið að vatnaskilum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.2.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Nær löggjafavaldið nokkurn tímann að kafa nógu djúpt til að finna uppruna glæpsins?

Ólöf de Bont, 17.2.2009 kl. 12:28

4 identicon

Að lögreglan er sér meðvituð um ástandið er mikilvægast og dálítið frábrugðið frá starfsfélögum á hinum norðurlöndunum

Svíþjóð er Paradís undirheimanna sem dreifir ósómanum til hinna norðurlandanna og eflaus til Íslands líka. Fólk verður að vera vakandi og hika ekki við að veita lögreglu upplýsingar ef hinn minnsti grunur læðist að því að ekki sé allt með felldu.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ólöf:

Auðvitað getur þingið ekki kafað djúpt í þessi mál en á að fela saksóknurum og lögreglunni að rannsaka málið. Þá er nauðsynlegt að fá aðstoð erlendis frá að rannsaka hvítflibbabrot. Mér var að detta í hug að Scotland Yard hefði ábyggilega á að skipa mjög góðum og færum sérfræðingum á þessu sviði. Það eru breskir braskarar sem áttu hlut að því að eta bankana að innan, t.d. þessi Robert T. sem ku eiga um 2.000 knæpur á Bretlandseyjum auk fjölda hótela! Þar er sitt hvað mjög dularfullt.

V. Jóhannesson: Nú væri gott að fá nánari skýringar þínar á því hvað til er í að Svíþjóð sé Pardís undirheimanna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband