Afglöp Sjálfstæðisflokksins koma sífellt betur í ljós

Niðursveiflan ætlar að reynast dýpri en talið var í fyrstu. Ekki er undur að þjóðarskútan hriplekur eftir kappsiglingu óheftrar frjálshyggjunnar. Einkavæðing bankanna og Kárahnjúkavirkjun var mikið og slæmt mýrarljós sem leiddi þjóðina beint út í fenið. Stuðningurinn við árásarstríð Bush og Blair reyndist mikið axarskaft og til að bæta gráu ofan á svart þá snarhækkaði Davíð stýrivextina eftir að hann hlammaði sér inn í Seðlabankann. Okurvextir Sjálfstæðisflokksins hafa leitt til gríðarlegra erfiðleika í fjárhag einstaklinga og fyrirtækja. Sparnaður landsmanna er uppurinn en háir stýrivextir juku vandræðin vegna Icesafereikninga og jöklabréfa.

Og Geir haarde vill ekkert kannast við að eitthvað fyrirbæri sé til að bera ábyrgð. hann telur í viðtali við breskan blaðamann enga ástæðu til að biðja þjóðina afsökunar þó allt bendir til að rekja megi ÖLL þessi mistök til afglapa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reyndar einnig.

Það er því engin ástæða til að veita Geir Haarde né Sjálfstæðisflokknum fyrirgefningar. Venjan er að sá sem hefur gert mistök hafi frumkvæði að því að biðja um fyrirgefningu og biðjast vægðar eftir að hafa lotið í duftið og sýnt iðrun. Þá fyrst er það skylda kristins samfélags að fyrirgefa, - fyrr ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn ber því meginábyrgð á því gríðarlega erfiða ástandi sem nú er í samfélaginu.

Auðvitað er mikil raun að horfast í augu við það að glæsibragurinn fölnaði og varð að gjalti á stuttum tíma. Pótemkín tjöldin eru fallin og við blasir sár raunveruleikinn, grátur og gnístran tanna.

Við skulum því muna vel í kjörklefanum 15. apríl næstkomandi hvaða stjórnmálamenn og hvaða flokkur kom okkur út á þennan klaka sem sífellt er að brotna af og verða minni og minni.

Mosi


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband