12.2.2009 | 16:28
Afglöp Sjálfstæðisflokksins koma sífellt betur í ljós
Niðursveiflan ætlar að reynast dýpri en talið var í fyrstu. Ekki er undur að þjóðarskútan hriplekur eftir kappsiglingu óheftrar frjálshyggjunnar. Einkavæðing bankanna og Kárahnjúkavirkjun var mikið og slæmt mýrarljós sem leiddi þjóðina beint út í fenið. Stuðningurinn við árásarstríð Bush og Blair reyndist mikið axarskaft og til að bæta gráu ofan á svart þá snarhækkaði Davíð stýrivextina eftir að hann hlammaði sér inn í Seðlabankann. Okurvextir Sjálfstæðisflokksins hafa leitt til gríðarlegra erfiðleika í fjárhag einstaklinga og fyrirtækja. Sparnaður landsmanna er uppurinn en háir stýrivextir juku vandræðin vegna Icesafereikninga og jöklabréfa.
Og Geir haarde vill ekkert kannast við að eitthvað fyrirbæri sé til að bera ábyrgð. hann telur í viðtali við breskan blaðamann enga ástæðu til að biðja þjóðina afsökunar þó allt bendir til að rekja megi ÖLL þessi mistök til afglapa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reyndar einnig.
Það er því engin ástæða til að veita Geir Haarde né Sjálfstæðisflokknum fyrirgefningar. Venjan er að sá sem hefur gert mistök hafi frumkvæði að því að biðja um fyrirgefningu og biðjast vægðar eftir að hafa lotið í duftið og sýnt iðrun. Þá fyrst er það skylda kristins samfélags að fyrirgefa, - fyrr ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn ber því meginábyrgð á því gríðarlega erfiða ástandi sem nú er í samfélaginu.
Auðvitað er mikil raun að horfast í augu við það að glæsibragurinn fölnaði og varð að gjalti á stuttum tíma. Pótemkín tjöldin eru fallin og við blasir sár raunveruleikinn, grátur og gnístran tanna.
Við skulum því muna vel í kjörklefanum 15. apríl næstkomandi hvaða stjórnmálamenn og hvaða flokkur kom okkur út á þennan klaka sem sífellt er að brotna af og verða minni og minni.
Mosi
Niðursveiflan meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.