10.2.2009 | 13:05
Stofnum útibú Seðlabanka í Hrappsey
Kalt var í morgun, eg og yngri sonur minn entumst þó í nær þrjá tíma. Rétt misstum af Bubba og félögum. Á morgun hyggjumst við mæta e-ð fyrr svo við höfum tækifæri að sjá gamla refinn skjótast inn í bankann.
Annars er til umhusgunar hvort Jóhanna forsætisráðherra ætti ekki að stofna útibú Seðlabankans í einhverri eyðieyju Breiðafjarðar. Tvær eyjar bera það merka nafni Hrappsey. Á þeirri stærri í mynni Hvammsfjaraðr var mikil menningarsaga, heilt prentverk var þar um nokkurra ára skeið. Sú minni er úti fyrir Skarðsströnd. Þangað mætti senda Davíð og þá tryggu hjörð sem hefur slegið skjaldborg um hann.
Þessi lausn hefði það í för með sér að ekki þyrfti að grípa til uppsagnar hans með tilheyrandi vandræðum fyrir þing og þjóð, nóg eru vandræðin fyrir sem stafa af þessum skelfilega manni. Hann fengi að vera í friði óáreittur, gæti dundað sér við að kljúfa rekavið eins og Vilhjálmur keisari Þýskalands dútlaði við í elli sinni. Þeir eyjaskeggjar gætu skotið sér seli til matar og lifað þokkalegu lífi í friði við guð og menn. Á vorin gætu þeir félagar sinnt æðarvarpi og stuggað við minkum,refum og ránfuglum. Með þessu lærðu þessir herramenn að það þarf töluvert að hafa fyrir lífinu, ekki verður allt fengið með kjaftavaðlinum og þvermóðskunni. Þá mætti senda þangað nauðsynlegan kost og póst á svona mánaðarfresti. Um kaupgreiðslur mætti greiða Davíð í gömlum krónum sem við gætum komist af án og þyrftum ekki nauðsynlega á að halda.
Þegar Davíð hefur sýnt iðrun, beygt sig niður í duftið og beðið íslensku þjóðina fyrirgefningar á afdrifaríkum afglöpum sínum, mætti hann eiga afturkvæmt í mannfélagið aftur. En ekki gæti hann vænst þess að setjast aftur í Seðlabankann enda hann ekki líklegur til að geta sinnt starfi þar nema ef vera skyldi við einhver tilfallandi störf svo sem aðstoðarmaður ræstikvenna og við uppvask.
Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.
Mosi
Bubbi rokkar Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pöntum bara lyklasmið og skiptum um lása í Seðlabankanum. Þetta er mjög einfalt. Sorry, Davíð, það er búið að reka þig, farðu eitthvað annað.
Úrsúla Jünemann, 10.2.2009 kl. 15:01
Takk fyrir í gær og í dag. Davíð er þrjóskari en andskotann, en við erum það líka.
Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 12:44
Já það er spurning hvort andskotinn sjálfur sé búinn að fá hörku samkeppnisaðila í þrjóskunni? Einhvern tíma hlýtur karlinn að gefast upp. Ökulagiðh´æa honum núna í morgun bar honum ekki vitni að sérlega skynsamur maður væri þar á ferð. Hann ók á allt of miklum hraða inn í bílageymslur Seðlabankans og mnáttu viðstaddir fótum sínum fjör að launa. Ekki munaði miklu að þessi voðalegi maður hefði valdið alvarlegu slysi með ökulagi sínu.
Mér fannst rétt að hvetja viðkomandi sem fyrir var að kæra ökumanninn og gilti einu hvort um væri að ræða bankastjóra Seðlabanka eða annan borgara.
Litlu seinna var maður handtekinn: Sturla Jónsson fyrir þann „glæp“ að þeyta lúðra sína í mótmælunum. Hann hefur vonandi óskað bókað í lögregluprótókollinn þar sem fram komi mótmæli við handtöku hans enda hefur hann verið að mótmæla á sama hátt undanfarnar vikur án þess að neinar athugasemdir hafi verið fram settar við því. Sturla aðhafðist ekkert annað en það sem flestir ef ekki allir viðstaddir voru að gera: að framleiða sem mestan hávaða. Viðhvöttummeira að segja ökumenn að þeyta bílflautur til að mótmæla vaxtaokrinu og þrásetu Davíðs. Nokkur okkar bentu lögreglumönnum á þetta en ekki var okkur ansað.
Er svo komið málum að Davíð geti skipað lögreglunni að handtaka þá menn sem eru að trufla hann í vinnunni? Eða öllu heldur að því virðist vera að drekka kaffisopann sinn? Kannski Davíð geri lítið annað í „vinnunni“ þessa þrásetudaga en að drekka kaffi sem hann gæti einnig léttilega gert heima hjá sér eða vinum sínum. Er kaffið kannski skárra í bankanum en heima hjá honum?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2009 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.