Straumhvörf í stjórnmálum á Íslandi

Óhætt má segja að miklar væntingar fylgja nýrri stjórn. Stjórnendur Sjálfstæðisflokksins áttu erfitt með að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt staðan er og lungann af árinu í fyrra var reynt með öllum ráðum að draga úr lýsingu á raunverulegu ástandi. Jafnvel hefur verið rætt um að blekkingum hafi jafnvel verið beitt til þess að þjóðin tryði að allt væri í góðu lagi með bankana okkar. Á meðan voru þeir nánast étnir að innan af marflóm Frjálshyggjunnar.

Nú er komin til valda minnihlutastjórnin Jóhanna. Við blasir gríðarlega erfið staða efnahagsmála. Bjarga þarf fjármálum þjóðarinnar, heimilanna og koma þarf atvinnulífinu í gang svo draga megi úr atvinnuleysi. Svipað hefur vart gerst síðan á Kreppuárunum.

Kynning þeirra Jóhönnu og Steingríms á erfiðum verkefnum næstu 80 daga var mjög traustsins verð. Bæði njóta þau mikils trausts og óskandi er að allt gangi að óskum. Við viljum nýtt Ísland, nýtt lýðveldi grundvallað á nýrri og nútímalegri stjórnarskrá sem treystir mannréttindi og lýðræði.

Mosi


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

80 dagar eru ekki langur tími. Ég vona að þau vinni fyrir þjóðina, ekki flokkinn. Og að fólk sjái sér fært að falla ekki fyrir skrumi D og B í vor.

Villi Asgeirsson, 2.2.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband