Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins

Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli kreppu nú um stundir hvort sem er hugmyndafræðilegri sem tilvistarlegri. Helstu markmið hans eru meira og minna í uppnámi, góðu gildin og stöðugleikinn hafa verið að víkja fyrir glundroðanum.

Frjalshyggjan og græðgisvæðingin ætlar greinilega að draga Sjálfstæðisflokkinn niður. Traustið er rúið og ef þessi flokkur á að lifa áfram dugar ekkert annað en að horfa ísköldum augum á staðreyndir málsins og afleiðingar af mistökum rangra mikilsverðra ákvarðana. Þar rísa ákvarðanir um einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar hæst. Þau umsvif framkölluðu mjög mikið gervigóðæri í landinu sem við Íslendingar erum nú að súpa seyðið af. Við hvoru tveggja var varað mjög kröftuglega af þáverandi stjórnarandstöðu sem og hagfræðingum og ýmsum málsmetandi fólki af öllum stéttum í samfélaginu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessa gagnrýni.

Sem fyrrverandi hluthafi í bönkunum finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn hafa gjörsamlega brugðist. Fyrir nokkru sendi eg Morgunblaðinu til birtingar „Opið bréf“ þar sem vikið er að hag eða öllu leyti réttleysi þeirra sem lögðu sparifé sitt til hlutabréfakaupa síðastliðinn aldarfjórðung. Allt er þetta meira og minna einskis virði vegna rangrar hagstjórnunar. Því miður er þetta opna bréf mitt óbirt.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi ástandi er mjög mikið og nú er spurning hvort þráseta ríkisstjórnarinnar sé að gæta þess að ekki verði fleiri hneykslismál dregin fram í dagsljósið vegna bankhrunsins og skýri betur hvernig bankarnir voru sviptir eignum sínum innan frá í þágu græðginnar.

Kraftaverk verða aðeins þegar trúin er mikil en ekki er raunsætt að gildir limir Sjálfstæðisflokksins treysti á þau.

Mosi
mbl.is Landsfundur færður nær kosningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband