5.1.2009 | 16:15
Stríðsundirúningur í 18 mánuði!
Í fréttum kemur fram að yfirvöld hafi undirbúið stríðið gegn Gaza í heila 18 mánuði! M.ö.o. hefur stríð þetta verið í undir frá miðju ári 2007. Nú er skiljanlegt að þessi sömu yfirvöld hafi dregið lappirnar að kappkosta að leysa þetta grafalvarlega mál á friðsamlegan hátt sem hefði verið æskilegt.
Hversu mikið þetta stríð kostar bæði í mannslífum, tilfinningum sem og fjárhagslegum verðmætum er ekki gott að segja. En alla vega hefði verið öllu skynsamlegra að vilja fórna einhverju til að koma í veg fyrir stríðsbrjálæði eins og virðist vera eina leiðin yfirvalda í Ísrael.
Ísland var fyrsta sjálfstæða ríki heims að viðurkenna sjálfstæði Ísraels. Kannski það hafi verið mjög óskynsamleg og örlagarík ákvörðun. Þá höfðu Gyðingar nýstofnað sjálfstætt ríki eftir mikið basl og erfiðleika á ýmsar lundir sem við Ísalendingar skyldum mjög vel enda fundum við til mikillrar samúðar í garð þeirra. En nú virðist þetta sama ríki vera eitt alversta hernaðarbröltsríki heims og erfitt að gera sér grein fyrir hvaða skelfilegu afleiðingu árásarhneigð þessara stríðsherra kann að leiða til.
Framkomin tillaga um að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela er að mörgu leyti eðlileg. Það ríki sem fyrst viðurkennir Ísrael hlýtur að vega þungt. Við hefðum getað gefið þeim mjögskýr skilaboð með því að láta verða af því. Og alltaf hefði verið unnt að taka upp stjórnmálasamband aftur þegar Ísraelar átta sig betur á að þeir verða að taka tillit til granna sinna og taka upp friðsamleg samskipti við þá.
Mosi
Deilt um stjórnmálasamband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er opinber stefnuskrá Hamas að gereyða Ísraelsríki.
Það er opinber stefna hins pólitíska íslams s.l. 1400 ár að drepa alla Ekki-Múslíma (Kafíra) sem ekki játast Íslam (sjá Kóran 008:039).
Hamas er hernaðararmur PLO og Fatah er hinn pólitíski armur.
Hernaðararmurinn var kosinn af íbúum Gaza og þeir eru því samsekir og ábyrgir fyrir gerðum Hamas.
Sjá illvirkjaskrá PLO á neðanskráðri slóð.
http://blogg.visir.is/hermdarverk/
Þar er sagt frá morðum PLO á 40,000 kristnum mönnum í Líbanon 1976. PLO er enginn engill.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 18:06
Í upphafi var Kóraninn túlkaður sem virðing fyrir guði og öðru góðu fólki. Arabar efldust mjög menningarlega séð fyrstu aldirnar eftir að hafa kynnst þessum trúarbrögðum sem höfðu bæði gyðingdóm og kristni sem fyrirmynd. Þeir báru uppi menninguna um aldir meðan þjóðflutningatímarnir og fram eftir miðöldum voru nánast að draga úr allri menningarstarfsemi á Vesturlöndum. Það er ekki fyrr en veldi Araba verður fyrir miklum hnekki um austanvert áhrifasvæðis þeirra að herskár innrásarher verður til þess að breyta hug þeirra. Krossferðirnar áttu einnig sinn þátt í að efla tortryggni Araba gagnvart kristnum þjóðum Evrópu.
Hagsmunaárekstrar eru því ekkert nýtt fyrirbæri. Gott er að hafa það sem sannast og réttast reynist. En verðum við ekki að trúa á það góða í hverjum og einum þó svo að jafnvel versti skúrkur hverrar trúar svo sem hann kann að fylgja, sé ekki á ögurstund e-ð dálítið hikandi og jafnvel friðelskandi inn við beinið?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.