4.12.2008 | 18:26
Hótanir Davíðs: má treysta þeim?
Á Alþingi í morgun kemur í ljós að viðskiptaráðherra hafi ekki hitt Davíð í meira en ár! Þetta er einkennilegt í því ljósi að Björgvin ráðherra er yfirmaður Davíðs. Sá síðarnefndi hefur haft uppi yfirlýsingar sem vekja furðu allra hugsandi Íslendinga. Davíð kveðst hafa varað við þeim mikla vanda sem við sitjum núna uppi með. Og nú steytir þessi sami maður fram hnefann og hyggst hræða Íslendinga við því afturkomu sinni í stjórnmálin!
Davíð var mjög sterkur stjórnmálamaður. Hann náði þvílíkum hreðjatökum á Sjálfstæðisflokknum að nánast enginn mátti hafa aðrar skoðanir en þær sem foringinn lagði blessun sína á. Að þessu leyti minnti Sjálfstæðisflokkurinn á einræðisflokka fyrri tíma.
Nú er gríðarleg reiði í samfélaginu gegn Davíð enda var mikið slys að fagmaður í hagfræði og helst þjóðhagfræði og alþjóðahagfræði væri ekki fenginn til bankans í stað Davíðs. Þessu réð hann auðvitað sjálfur enda hugðist hann stýra Sjálfstæðisflokknum áfram og þar með ráða nánast öllu á Íslandi. Að þessu leyti var um að ræða nokkuð eins og hvert annað fúsk enda hefur Davíð ekki mikla þekkingu á þessum flóknu málum.
Nú viljum við Davíð burt og hann hótar að koma aftur í pólitíkina. Má treysta því? Hann verður ábyggilega rúinn því mikla trausti og þeirri miklu virðingu sem hann naut áður meðan allt gekk honum að óskum. En nú hefur samfélagið brotlent og hagur flestra mjög slæmur.
Hvert hyggst Davíð sækja fylgi?
Davíð hefur haft um sig alldrjuga hjörð sem til er að verja hann fram í rauðan dauðann hvað sem á gengur. Þannig var með Napóléon keisara sem skildi alla Evrópu meira og minna í rústum, allt frá Spáni og allar götur austur til Moskvu. Neró rómverski keisarinn skildi einungis Róm í rústum og er talið að þriðjungur borgarinnar hafi brunnið. Kannski að meta megi tjón það sem Davíð hefur unnið Íslendingum fremur við tjón Rómverja en það sem Napóléon olli á sínum tíma. Annars er alltaf fróðlegt að bera saman staðreyndir en þar væri gott að aðrir mér fróðari taki við.
Andstæðingar Napóléons komu honum fyrir á eyjum með það að markmiði að gera hann áhrifalausan. Fyrst var hann sendur til eyjarinnar Elbu á Miðjarðarhafi en ekki var hann lengi þar. Sú eyja er kannski hliðstæð við Seðlabanka Íslands og kannski væri öruggara að hafa Breta með í ráðum og kannski væri pláss fyrir Davíð á einhverri eyju sunnarlega á Atlantshafi.
Kannski okkur dugar að senda hann til Hrappseyjará Breiðafirði ásamt fylgifiskum hans.
Mosi
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björgvin ráðherra er yfirmaður Davíðs.... Geir H. Haarde er yfirmaður Davíðs, Seðlabankinn tilheyrir forsætisráðuneytinu...
Sindri (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.