4.12.2008 | 11:16
Ætlar Davíð enn að gefa þjóðinni langt nef?
Að nefna bankaleynd undir þessum kringumstæðum þegar bankarnir voru beinlínis notaðir í vægast sagt þeim augljósa tilgangi að fámennur hópur samfélagsins hyggðist koma ár sinni enn betur fyrir borð, er fyrirlitleg.
Spurning er hvort Davíð telji sig bera meiri skyldur gagnvart ævintýramönnumum eða sjálfri þjóðinni? Hvað myndi grínistinn Davíð Oddsson segja um þetta ef svona uppákoma hefði borið upp á dögum Matthildar? Gott væri að spjátrungar héldu áfram að spinna þann þráð. Til þess að skýra betur þetta með Matthildi, þá voru þeir félagar Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson ogÞórarinn Eldjárn með grínþátt á dögum fyrri vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar á árunum 1971-74. Fullyrða má að þessir þættir grófu allverulega undan ríkisstjórninni sem þá var.
Davíð hefur bókstaflega kaffært hinstu von þeirra sem telja hann vera hinn ókrýnda konung sinn. Hann er fyrst og fremst málssvari sjálfstæðra braskara og áþekkra vandræðamanna í samfélaginu. Davíð virðist vera gjörsamlega laus við góða siði og ekki skilja sinn vitjunartíma, hvorki í stjórnmálum né Seðlabanka. Hann er með setu sinni þránduir í götu eðlilega samskipta við Breta og aðrar viðskiptaþjóðir okkar.
Þjóðin er fyrir löngu búin að fá sig fullsadda af svo góðu enda nær það ekki nokkurri átt að Davíð telji sig vera einhverns konar bjargvætt þjóðarinnar á örlagastund. Hann einn fyrst og fremst ber ábyrgð á því sem komið er í íslensku efnahagslífi. Einkavæddi hann ekki bankana og kom þeim í hendurnar á þeim sem voru viljugir að greiða í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins? Átti hann ekki þátt í að afnema bindisskylduna til þess að braskaranir gætu komið þjóðinni fyrr á vonarvöl? Bar hann ekki ábyrgð á Kárahnjúkavirkjuninni en framkvæmdir í tengslum við hana áttu meginþáttinn í að bullsauð á hagkerfinu íslenska og kynti undir eyðslusemi og óráðsíu á margar lundir. Hann bar ábyrgð á umdeildri ákvörðun um stuðning Íslands við árásarstríð Bush og Blair inn í Írak.
Svona kallar eins og Davíð hafa aðeins eitt tækifæri að stjórna landinu sem hann auðvitað klúðraði - og auðvitað aðrir með honum.
Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni flokkur sem mjög margir báru traust til. Kannski allt of margir. Nú er hann að týna niður traustinu og öllu því fylgi sem hann áður hafði og er að verða eins og hver önnur sökkvandi fleyta sem er yfirfull af ýmsum hneykslismálum og siðspillingu. Rotturnar hafa fyrir löngu yfirgefið þetta sökkvandi fley.
Davíð má taka hvaða ákvörðun sem er fyrir sig og sína siðlausu hjörð en ekki fyrir heila þjóð.
Dýr verður Davíð íslensku þjóðinni hvort sem hann tekur ákvörðun um að sprikla áfram í pólitíkinni aða hann dregur sig loksins í hlé. Betur væri ef hann léti skynsemina ráða.
Mosi
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
".. léti skynsemina ráða"
Þakka góða pistla. Þú ert greinilega sjóðfróður. Það var, td, gaman að vera minnt á orð Bjarna Guðnasonar um Hannibal! Les meira.
Kveðja.
Hlédís, 4.12.2008 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.