Viðurnefni Gordons Brown vantar

Þjóðhöfðingar ýmsir og sumar aðrar persónur kannski ekki jafn merkilegar hafa orðið stundum fengið viðurnefni sem lýsir innræti þeirra og hugarfari. Þannig fékk sá Noregskonungur sem þekktur er í sögunni fyrir að sameina Noreg á sínum tíma, Haraldur lúfa eða hárfagri. Þá eru þekktir nokkrir sem þekktir eru fyrir að hafa sýnt af sér óvenjulega grimmd og miskunnarleysi gagnvart öðrum.Sennilega er Ívan grimmi einna þekktastur í þessu sambandi enda virðist maður þessi hafa verið óvenjulega illa innrættur.

Aðalsteinn Englandskonungur sá sami og Egill fékk silfurkistuna hjá, var þekktur fyrir að vera í stöðugum ófrið við eigin þegna. Skattpeninginn notaði hann einkum til að kaupa af sér burtu óvinafagnað sem þekkt er í sögunni.

Hvernig núverandi forsætisráðherra Breta er innrættur þá verður mjög líklegt að við Íslendingar munum um ókomna framtíð minnast hans af miklu miskunnarleysi gagnvart friðsamri og vopnlausri þjóð. Þó svo að karlinn sé fyrst og fremst á atkvæðaveiðum þá er það ekki afsökunarvert að heimfæra hermdarverk yfir á Íslendinga enda höfum við aldrei sýnt Bretum neinn yfirgang og frekju, jafnvel ekki sinni í Þorskastríðunum. Þar fór allt fram af okkar hálfu með fullri virðingu enda áttum við enga möguleika gegn nútímabryndrekum breskum einungis vopnaðir fallstykkjum fornum úr Búastríðinu. Við misstum okkur þó einu sinni þegar óvígur her stráklinga með fulla vasa af grjóti brutu nánast hverja einustu rúðu í bústað breska sendiherrans í Reykjavík. Það var vorið 1973.

Kannski við eigum að beina mótmælum okkar að breska sendiráðinu en í guðanna bænum með fullri friðsemd og virðingu fyrir annarri starfsemi í sama húsi en þar er einnig sendiráð Þjóðverja sem alltaf hafa sýnt okkur fulla vinsemd.

Hvaða viðurnefni við hengjum aftan viðnafn breska forsætisráðherrans er ekki gott að segja. Gordon brúni er dálítið sviplaust. Kannski þrautalending væri að tengja nafn hans við hermdarverk: Gordon hrellir terrorista eða e-ð í þá áttina?

Mosi

 


mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ætli við séum með sömu krata-druslu í huga Guðjón ?

Á mínu heimili gengur ákveðinn mann-hundur undir heitinu Gordon Bulldog Brown. Hér er mynd af honum:

Gordon Bulldon Brown

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.11.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni ritaði norska leikritaskáldið Henrik Ibsen mjög frægt leikrit sem nefndist Þjóðníðingur. Það var að vísu um lækni sem hafði m.a. það vandasama verkefni að fylgjast með gæðum vatns til heilsubaða í þorpinu. Hann varð að gera upp við sig hvort hann átti að segja sannleikann eða verða samdauna spillingunni í plássinu. Hann tók fyrri kostinn og uppskar miklar skammir. Þorsteinn Ö. Stephnesen lék lækninn af alkunnum skörungsskap.

Spurning hvort Brúnn hinn enski hafi uppskorið svipaðan stimpil. Þó er það grunur minn að okkar menn, þ.e. þessi ríkisstjórnarmynd viti upp á sig skömmina en þráist við að leggja spilin á borðin.

Geir Haarde og ráðuneyti hans ættu að taka sér Bjarna Harðarson sér til fyrirmyndar og segja af sér og vera fljót að því eins og Bjarni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.11.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband