Skiljanleg sjónarmið

Þeir sem athugasemdir hafa um þessa frétt eru fremur á sveif með álfurstum en hagsmunaaðilum Óttarstaða.

Skoðum þetta mál aðeins betur: Er rétt að mengandi starfsemi fái að halda henni áfram án þess að tekið sé tillit til grenndarsjónarmiða? Með grenndarsjónarmiðum er átt við þann lögvarða rétt þeirra sem næst eiga hagsmuni. Ljóst er að ekki á fólk að líða bótalaust ef einhver truflandi eða mengandi starfsemi er sett niður í næsta nágrenni. Enginn væri sáttur við að fá einhverja lýsisbræðslu sem næsta nágranna eða starfsemi sem hefði aðra mengun í för með sér, kannski hraðbraut eða jafnvel heilan flugvöll. Eitthvað myndi margur segja við því.

En vandamálið er auðvitað um starfsemi sem fyrir er. Þegar álverið var sett niður í Straumsvík fyrir um 40 árum voru mannréttindi ekki upp á pallborðið hvorki í gamla Sovét né Íslandi. Lengi hafa hagsmunaaðilar á gömlu lögbýlunum í Straumi og á Óttarstöðum haft uppi athugasemdir við mengandi starfsemi í Straumsvík. Aldrei hefur verið hlustað á þessa aðila jafnvel þó þeir hafi alltaf átt lögvarða hagsmuni að gæta og enginn dregið það í efa.

Við minnumst þess þegar Laxárstíflan við Mývatn var rofin fyrir nær 40 árum. Hópur manna nálægt 100 manns var kærður til refsingar fyrir eignaspjöll en allir voru sýknaðir vegna þess að aldrei var hlustað á réttmæta hagsmunagæslu þeirra. Er ekki svipað uppi á teningnum nú að þessu sinni nema að hagsmunaaðilar vilja útkljá þetta deilumál fyrir dómsmálum en ekki fara út í umdeilanlegar aðgerðir sem hugsanlega leiddu til tjóns eða röskunar á starfsemi álversins?

Skattur er lagður á mengandi starfsemi víðast um heim, - nema auðvitað á Íslandi! Skatturinn nemur nú um 25 evrur á hvert tonn af CO2 á ári. Álverunum er gefið eftir þetta gjald og ef við gerum því skóna að um 1 milljón tonn af áli séu framleidd hér næmi skatturinn um 2 x 25 evrum, þ.e. 50 milljónir evra en fyrir þá upphæð myndi vera unnt að ganga langt í að reka alla starfsemi á vegum Háskóla Íslands ef gjaldið væri á lagt. Það myndi muna um minna hjá okkur um þessar mundir!

Því miður er málstaður þeirra sem vilja menga ókeypis á kosnað annarra að mati Mosa lítils eða jafnvel einskis virði.

Mosi


mbl.is Í mál við Alcan, ríkið og Hafnarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Hversu mikið mengar þetta álver ? Mér skilst að álverið mengi mun minna heldur en þeir mega og gera það eingöngu til að koma á móts við Hafnfirðinga.

Mér fannst þessi lögfræðingur ræna að stimpla "mengun" dáldið oft inn í yfirlýsinguna. 

Birgir Hrafn Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Irma Þöll

sammala

held að beljurnar sem voru á Óttarstöðum í gamla daga hafi mengað meira heldur en þetta blessaða álver.

Og hvað þá öll bílaumferðin sem yrði í þessu 16þúsund manna hverfi sem hann vill byggja þarna

Irma Þöll, 21.10.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af hverju eiga álbræðlur á Íslandi að vera undanskildar mengunargjaldi? Skil ekki af hverju aldrei megi ræða það mikilsverða mál.

Mengun frá álbræðslum og fret kúa eru mjög óskyld mál.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband