Hvað vakir fyrir bresku ríkisstjórninni?

Ljóst er að eftirlit með fjármálastarfsemi er víða ábótavant. Í Bretlandi hefur virkt fjármálaeftirlit með íslensku bönkum verið ekki eins og það hefði þurft að vera og spurning hvort bresk stjórnvöld hafi með því tómlæti tekið þannig á sig sjálf ábyrgð sem þau vilja nú láta Íslendinga gjalda fyrir. Óvíða er borð fyrir báru. Það verður að segjast eins og er að íslensk stjórnvöld hafa sýnt efnahagsmálum einstaka léttúð og það er greinilegt að breska ríkisstjórnin hyggst útnýta sér út í það ítrasta. Það verður því að teljast mjög varhugavert og jafnvel vítavert ef íslenska ríkisstjórnin ábyrgist erlendar innistæður umfram það sem gildandi eru og teljast eðlilegar og sanngjarnar í þeim viðskiptalöndum okkar. Við getum ekki tekið á okkur meiri skyldur en sanngjarnt og réttlætanlegt er.

En hvað vakir fyrir bresku ríkisstjórninni?

Ekki er ólíklegt að breska ríkisstjórnin hyggist á landvinninga í orðsins fyllstu merkingu. Ástæður þess eru auðvitað mjög margar:

1. Endurvinnslustöðin í Sellafield í Skotlandi hefur verið Skotum og öllum þjóðum við Norður Atlantshafið mikill þyrnir í augum. Það væri mjög gott tækifæri að koma þessari umdeildu starfsemi eitthvað annað. Sennilega myndu jafnvel allmargir Íslendingar fagna að fá slíkan óhroða til sín gegn nokkrum silfurpeningum miðað við hve margir vilja efla stóriðja hér.

2. Breski flotinn þarfnast aukins svigrúms. Ísland hefur lengi verið kjörstaður fyrir hernaðrhyggju og það hefur því miður lítið breyst. Nú opnast nýir möguleikar siglingaleiða með hlýnandi loftslagi.

3. Betri aðgangur að orku og hráefnum. Mörgum Bretum hefur ætíð sviðið sárt að breska heimsveldið þurfti að tapa hverju þorskastríðinu á fætur öðru upp úr miðri síðustu öld. Íslendingar voru einungis vopnaðir fornum fallbyssum úr Búastríðinu en þær dugðu vel! Aðgangur að orku á Íslandi verður að teljast tiltölulega greiður og einnig má reikna með að á næstu árum verði ódýrara að flytja orku milli landa með betri tækninýjungum. Að ráða yfir Íslandi treystir einnig möguleika Breta að snúa sér næst að Dönum og leggja Grænland undir sig. Þar eru einar mikilvægustu úrannámur í heimi, þar má auk þess finna önnur eftirsótt og dýr hráefni, t.d. gull. Þá eru Færeyjar komnar á áhrifasvæði Breta og reikna má með að þeir sölsi þær einning undir sig m.a. til að tryggja sér hagsmuni vegna olíu og fiskveiða.

4. Ráð yfir Íslandi treystir markaðssókn breskra aðila og á Íslandi eru gríðarlegir möguleikar til að auka landbúnað og ferðaþjónustu auk orkuvinnslu. Fleiri hugsanleg markmið kunna að liggja að baki forsætisráðherrans breska. Hér verður látið staðar numið. Við skulum minnast þess að Bretland er gamalt nýlenduveldi og þó breska ljónið virðist hafa verið æríð syfjulegt á undanförnum árum, þá er það líklegt að rísa upp á afturfæturnar og glefsa frá sér og tæta í sig sem það hefur hug á. Með þessum aðgerðum Gordon Brown að beita hermdarverkalögum á Íslendinga, hefur hann valdið Íslendingum meira tjóni en allar þær náttúruhamfarir sem gengið yfir Ísland undanfarnar aldir.

Við eigum að gera okkur fyllilega grein fyrir þessu og verðum að haga okkur með hliðsjón af því. Gordon Brown er stórvarhugaverður maður rétt eins og einræðisherrar sem öðluðust vafasama frægð fyrr á tímum. Hann lætur sig dreyma stóra drauma að Bretar eflist að nýju sem stórveldi að nýju og nú  á Norður Atlantshafi hvað allir athugi!

Mosi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu /burt með sendiherran einnig/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.10.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband