Dagblöð: vettvangur skoðanaskipta

Ísafold var ekki dagblað

Misskilnings gætir að tímaritið Ísafold hafi verið dagblað. Það kom út yfirleitt einu sinni í viku og var málgagn Björns Jónssonar eins af höfuðandstæðingum Hannesar Hafsteins.

Vísir mun vera fyrsta reglulega dagblaðið og hófst útgáfa hans 1909. Ýmsir höfðu gert tilraunir að gefa út dagblað á Íslandi kringum aldamótin 1900 þ. á m. Einar Benediktsson sem var útgefandi Dagskrár, merkrar tilraunar til blaðs sem skáldið hélt út um 2ja ára skeið. Í nokkrar vikur lét hann prenta það nær daglega.

Ein af meginástæðunum fyrir því að ekki var grundvöllur fyrir útgáfu dagblaðs á Íslandi var mjög einfaldur: Í Reykjavík var allfjölmenn stétt vatnsbera sem ekki aðeins báru vatn úr brunnum í hús Reykvíkinga, heldur fluttu húsráðendum fréttir. Oft voru þær safaríkar enda var þá oft vikið lítilræði umfram að vatnsberunum. Árið 1906 kemur upp mjög alvarleg taugaveiki og var það Guðmundur Björnsson landlæknir sem beitti sér einkum fyrir vatnsveitu í Reykjavík. Það var loksins þegar vatnsberanir þurftu að leggja frá sér vatnsföturnar og finna sér eitthvað annað fyrir stafni að rétti tíminn fyrir dagblaði í Reykjavík. Um það leyti sem vatn fór að renna um vatnsleiðslur Reykvíkinga var rétti tíminn til útgáfu dagblaðs runninn upp. „Vísir til dagblaðs á Íslandi“ sem fljótlega var stytt í Vísir var fyrsta dagblaðið. Nokkrum árum seinna hefst útgáfa Morgunblaðsins sem hefur komið út óslitið síðan haustið 1913 eða í 95 ár! Óskandi er að það verði sem langlífast enda er það vettvangur skoðanaskipta þar sem við leggjum grunn að nýju og betra lýðræði á Íslandi.

Mosi


mbl.is Áríðandi að „missa ekki móðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband