Aðstoð úr óvæntri átt

Nú er Mosi nýkominn til baka austan úr Síberíu þar sem stjórnvöld hafa verið mjög á eftir með flesta hluti. Íbúarnir hafa tæplega séð nokkrar framfarir á liðnum áratugum og ætla mætti að 20. öldin hafi liðið framhjá án þess að eftir hefði verið tekið.

Það er því mjög óvænt að Rússar bjóðist til að veita Íslendingum hjálparhönd nú eftir öll þessi ósköp að undanförnu. Við eigum því að fagna þessu og þiggja. Við þurfum aftur að huga að því hvernig við getum veitt Rússum annars konar aðstoð t.d. með miðlun tækniþekkingar og reynslu á sviði jarðhita. Á Kamtsjatka þar sem Mosi var á ferð í síðasta mánuði er t.d. eitt gamalt gufuaflsorkuver sem til stendur að nýta jarðhitann betur. Eins og er verða þar aðeins framleidd 50 MW sem ekki þykir mikið á íslenskan mælikvarða. Þar á að vera unnt að vinna mun meiri orku úr iðrum jarðar. Með þeirri tækni sem okkar jarðhitasérfræðingar hafa tök á, ætti þetta að vera auðvelt verkefni og koma báðum þjóðunum að miklu gagni. Rússar eru duglegt fólk en því miður hefur saga 20. aldar farið illa með það. Þeir eru þolinmóðir og þrautsæknir enda sjálfsagt margt sem tengir okkur saman þegar betur er að gáð.

Mosi


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband