Gott framtak

Fagna ber þessu góða framtaki. Ljóst er að akstur bifreiða er mjög óhagkvæmur þegar aðeins ökumaður er á ferð. Akurnesingar hafa sýnt og sannað að almenningssamgöngur geta verið mjög hagkvæmar enda þeir einna ötulastir að  nýta sér þessar ferðir.

Nú er rétt að benda á að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir að unnt sé að taka reiðhjól með á þessari leið. Vesturlandsvegurinn er stórvarhugaverður hjólandi fólki sérstaklega á Kjalarnesi þar sem vegbrúnin hefur verið fræst. Þar er víða aðeins örmjó ræma og sums staðar engin sem hjólreiðafólkið getur farið sinna ferða. S.l. þriðjudag átti eg leið úr Borgarfirði akandi suður. Á móti komu nokkrir erlendir hjólreiðamenn og áttu fullt í fangi að beita sér í snarpri norðanáttinni. Það er því mikið öryggismál að hafa þann möguleika opinn hjólandi fólki að taka sér far með strætó og hafa hjólin með. 

Þegar þessum samgöngum verður komnið á alla leið í Borgarnes langar mig til að prófa og hafa hjólið auðvitað meðferðis. Fátt styrkir okkur jafnmikið og góð og holl hreyfing og eru hjólreiðar mjög góðar til heilsubótar. En auðvitað þegar aðstæður eru hagstæðar!

Mosi 


mbl.is Með strætisvagni í Borgarnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband