23.6.2008 | 09:10
Greiðum betur götu ferðamanna!
Fyrir nokkru var í fréttum að tveir ráðherrar, bæjarstjóri og nokkrir aðrir mættu með skóflur sínar og tilefnið var að taka fyrstu skóflustungurnar fyrir nýju álveri við Helguvík á Suðurnesjum! Þetta var í alla staði mjög kátlegt og undarlegt að ráðamenn skuli hafa sig út í svona furðulegt athæfi eins og stóriðjan hefði þá með öllu í vasanum.
Vestur við Djúpalónssand yst á Snæfellsnesi voru byggð nokkur almenningssalerni fyrir nokkrum árum. Vegna einhverra tæknilegra annmarka virðast þau aldrei hafa verið tekin í notkun! Á dögunum var eg ásamt fleirum íslenskum leiðsögumönnum á ferð með skipsfarþega um Snæfellsnes. Meðalstórt skemmtiferðaskip kom í Grundarfjörð og fóru alls 10 hópferðabílar þaðan í skoðunarferð umhverfis Snæfellsnesið. Á þrem stöðum var gerður stuttur stans: við Búðir þar sem kirkjan var opnuð og margir gengu niður í fjöruna í mjög fögru veðri. Þar var dvalið í hálftíma. Þá var ekið til Arnarstapa og gengið frá höfninni meðfram fuglabjörgunum að Gatkletti og þvert yfir grundirnar framhjá Bárði Snæfellsás, minnismerkið fallega á Arnarstapa. Þar var lengsta viðdvölin eða heill klukkutími og tekið var fram á upplýsingablaði fyrir okkur leiðsögumennina að þar væri einasti möguleikinn fyrir gestina okkar til að komast í hreinlætisaðstöðu! Eðlilega voru langar biðraðir við þær örfáu salernisskálar sem buðust á Arnarstapa. Ekki væri gott að segja hvernig unnt væri að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa á Snæfellsnesi ef húsráðendur í ferðaþjónustunni á Arnarstapa hefðu lokað á þessa sjálfsögðu þjónustu.
Við Djúpalónssand var stansað einnig í hálftíma og þar blasir þessi fína hreinlætisaðstaða við bílastæðið en með óvirk! Nú er Djúpalónssandur innan þjóðgarðsins á Snæfellsnesi og ættu því þessi mál að vera í nokkrum forgangi.
Hvort skyldi vera meira forgangsmál hjá ráðamönnum þjóðarinnar að greiða götu ferðamanna eða álbræðslumanna? Svo virðist sem ráðherrar og aðrir rjúki upp milli handa og fóta ef einhverjum dettur álbræðsla í hug og mæti þá gjarnan með skóflur sínar. Mættu ráðmenn vera duglegri að mæta þegar taka þarf hendi á svona smámálum.
Fyrir langt löngu þegar ströng viðurlög voru við jafnvel smáyfirsjónum á Íslandi þá voru oft aftökur árlegt brauð. Böðullinn var stundum gamall og sjónlaus, stundum var notast við gamla og bitlausa öxi. Af þessu tilefni samþykkti Öxarárþing á Þingvelli 1602 að útvega bæði nýja öxi og yngri böðul til að klaufalegar aftökur yrðu ekki til að landið yrði ekki að spotti erlendis!
Að sinna brýnustu þörfum ferðafólks á Íslandi ættu að verða forgangsverkefni íslenskra stjórnvalda. Því mættu álbræðslur og önnur stórmengandi starfsemi bíða uns búið væri að bæta aðstöðu allra þeirra sem sinna þurfa skyndiþörfum sínum á ferðum sínum um landið.
Kannski að ef einhverjum dellumönnum dytti í hug að byggja álbræðslu á Snæfellsnesi. Ætli vissir ráðmenn væru þá jafnfljótir að hlaupa til með skóflurnar sínar og á dögunum við Helguvík?
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.