Óskiljanlegt

Hvernig getur eitt fátækasta ríki heims verið með gríðarleg framlög til hermála? Og búið að koma sér upp varhugaverðum kjarnorkuvopnum sem ekki gerir annað en að espa nágrannanna upp í eflingu vígbúnaðar?

Hvaðan koma þessi vopn og hver skyldi græða á þessu öllu saman? Sölumenn dauðans eru á svipuðu siðferðisstigi og eiturlyfjasalar. Meginmarkmiðið er að græða himinháar fjárhæðir og fá greitt fyrir söluvarninginn hversu varhugaverður sem hann kann að vera.

Hvernig má breyta þessu og getum við gert eitthvað?

Jú: Eitt það mikilvægasta er að taka ekki þátt í hernaðarbröltinu og segja NEI þegar okkur er boðið að vera með.

Við höfum miklu meiri þörf fyrir þann mikla auð sem tengist hernaði og bröltinu kringum hann í annað þarflegra bæði í öllum heiminum sem og hjá okkur sjálfum.

Mosi


mbl.is Indland sýnir herstyrk sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað eru margir milljaramæringar þarna????svo og mjög fátækt fólk að meirihluta/Kveðja og kvitt /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.5.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er þetta með varnarmál.  Tilgangur varnarsamstarfs er sá að þjóðir sem mynda varnarsamstarf eru samtals nægilega sterkar til að geta varið sig fyrir hugsanlegum sameiginlegum óvinum.

Þess vegna sparar þetta þeim það að geta hvert um sig varið sig.

Ekki satt? 

Jón Halldór Guðmundsson, 8.5.2008 kl. 01:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er auðvitað gömul hundalógík rétt eins og þegar menn eru að girða kringum spildurnar sínar. Þar sem girðing er góð þar þarf ekki að girða betur og girðing grannans nýtist auðvitað hinum sem ella þyrftu að eyða stórfé í góða og vandaða girðingu.

En gegn hverjum er verið að verja sig á þennan rándýra hátt með því að fá erlendar herflugvélar? Það skil eg ekki og þessu fé væri betur varið í annað þarfara.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband