5.5.2008 | 14:03
Á formaður Landverndar erindi í stjórn Landsvirkjunar?
Vel gæti eg trúað því að Björgólfur hefði með setu sinni í stjórn Landsvirkjunar haft áþekkt gildi og seta Álfheiðar Ingadóttur sem staðið hefur sig með mikilli prýði í Landsvirkjun. Aðgangur að upplýsingum og sú aðstaða að koma á breyttum áherslum í mikilsverðum málum hefði verið Landvernd og ekki síst Landsvirkjun mikilsvert. Nú er Björólfur hagfræðimenntaður maður og því vel að sér um t.d. hvernig lesa skuli upplýsingar úr ársskýrslum og túlka þær fyrir venjulegu fólki. Framsetningu á ársskýrslum Landsvirkjunar hefði vissulega mátt færa til betri vegar, sundurliða meira en nú er gert. Þannig eru tekjustofnar Landsvirkjunar ekki sérlega vel sundurgreindir. Þannig er t.d. raforkusalan í einni tölu án þess að greint sé á milli almenningsveitna eða stóriðju. Fyrir 2007 numu tekjurnar rúmlega 18,5 milljörðum. Þegar í ljós kemur að raforkusala til stóriðjunnar er um 75% hefði verið fróðlegt að sjá fyrir venjulegan mann hvernig tekjuskiptingin raunverulega er. Reyndar er unnt að reikna þetta út en þá þarf að fara í nokkuð flókna útreikninga til að finna út einhverja tölu sem þó verður aldrei mjög nákvæm.
Þannig eru framlagðir reikningar Landvirkjuar ekki í þann stakk búnir að geta verið góð og traust undirstaða gagnrýni eða skýringar. Gagnrýni á ekki að þurfa að vera neikvæð, hún getur þvert á móti einnig verið mjög þörf og öllum holl hver sem í hlut kann að eiga hlut að máli. Þá má ekki gleyma því að seta í stjórn gefur þeim rétt á að bóka það sem viðkomandi þykir ástæða til eins og þegar einhver ágreiningur kemur upp varðandi einstaka ákvarðanir.
Ef faglega er vel og rétt að málum staðið þarf ekki að koma fram hagsmunaárekstur þó seta formanns Landverndar í Landsvirkjun kunni að líta tortryggilega út. Bjórgólfur hefur sýnt í störfum sínum sem formaður Landverndar að hann er mjög varkár og vill vinna vel að þeim málum sem hann kemur nálægt.
Gagnrýni á Björgólf finnst mér bera nokkurn keim af fljóthugsuðum tilfinningarökum. Sjálfsagt vantar okkur Íslendinga góðar og traustar siðareglur sem taka til stjórnmálamanna og stjórnendur opinberra stofnana og fyrirtækja. Þær gætu komið vel að notum undir þessum kringumstæðum. Þá væru tiltekin hvaða skilyrði hver þurfi að uppfylla til að vera talinn gildur við ákvarðanir og hvenær hann geti orðið vanhæfur að fara með mál. Ætli skortur á svona eðlilegum reglum veki ekki upp óþarfa tortryggni?
Sennilega hefði Bjórgólfur sem varkár hagfræðingur haft mörg góð og holl ráð í farteski sínu fyrir stjórnendur Landsvirkjunar. Á þeim bæ er vissulega þörf að hemja virkjanagleðina og stíga varlegar inn í heim viðkvæmrar náttúru landsins.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.