Furðuleg viðbrögð

Sjálfsagt er að hafa skoðanir á flestu en þegar verkfræðinga og aðrir sérfræðingar hafa skoðað gaumgæfilega möguleika á höfn á Suðurströndinni um árabil, þá er hafin undirskriftasöfnun í Vestmannaeyjum gegn þessum hugmyndum. Nú hafa verkfræðingar mjög mikla reynslu og höfn í Þorlákshöfn var á sínum tíma talin verða mjög dýr enda aðstæður erfiðar enda er suðaustanáttin sérstaklega erfið meðfram allri strönd Suðurlands. En þetta tókst vel og hvers vegna ætti höfn á Bakka ekki að takast þegar verkfræðingar telja að svo sé?

Mosa finnst sjálfsagt að treysta verkfræðingum og ekki má gleyma því að verkþekking hefur tekið mikið fram á þeim áratugum frá hafnargerð í Þorlákshöfn hófst. Höfnin var stækkuð og bætt verulega eftir gosið 1973 í Heimaey og þá komu þessir frægu steyptu steinar til sögunnar sem er krækt saman með ákveðinni tækni, nokkuð sem sumir Eyjamenn hlógu að. Ætli nokkur hlægi þegar höfnin á Bakka hefur verið byggð og í ljós kemur að unnt er að byggja höfn þar engu að síður en í Þorlákshöfn á sínum tíma.

Sennilega er sandburður sem áhyggjur þarf að hafa af. Spurning hvort unnt sé að nýta ál úr Markarfljóti til að hreinsa reglulega sandinn úr höfninni?

Mosi


mbl.is Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Já þú hefur ofurtrú á mönnum sem kunna að reikna.

Það er ekki allt hægt að sjá á pappírum...

En ég vona svo sannarlega að þessi höfn muni verða góð því annars á ég eftir að deyja úr hlátri yfir öllum þeim sem voru með þessarri framkvæmd

Stefán Þór Steindórsson, 17.4.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Því skulum við reista Verkfræðingum frekar en Hagfræðingum og Lögfræðingum og semsagt öllum Fræðingum/þeir gera skissur og eru ekkert ábyrgir herna á Íslandi/ frekar treysti eg sjómönnum og Skipstórum!!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.4.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband