17.4.2008 | 09:44
Sjúklegar hvatir
Að afla sér og sínum nægt fé til brýnustu nauðsynja og kannski örlítið meira, hefur lengi þótt sjálfsagt mál. Nú er allt í einu komnir fram peningakarlar sem með hugkvæmni hafa komist yfir þvílíkan gróða, að heilu þjóðirnar virðast ekki bera nema brot af því sem þessir braskarar virðast komast yfir á einni nóttu. Draumur athafnamannsins?
Þetta kann að vera löglegt en með öllu siðlaust. Þegar braskarar sem gríðarlegan auð á bak við sig taka sig saman til að grafa undan fjárhag heilu ríkjanna, þá er komið nóg. Þessir herramenn eru að leika nákvæmlega sama leikinn og þegar stjórnendur olíufélaganna taka sér fyrir hendur að hafa samráð um verð á bensíni og olíu.
Fyrir um 100 árum voru sett lög af Theodór Roosevelt um bann við hringamyndanir í bandarísku efnahagslífi. Þessi lög áttu mikinn þátt í að efla samkeppni og koma í veg fyrir samanþjöppun valds á vegum fyrirtækjasamsteypa.
Nú er það mjög mikilsvert að kapítölsk ríki setji sér hliðstæð alþjóðleg lög um starfsemi stórtækra braskara sem komið gæti í veg fyrir að þeir hafi ekki lengur frjálsar hendur að ógna viðskiptaheiminum. Oft er þörf en nú er nauðsyn að koma lögum yfir þá sem hrfisa til sín margfalt meira en þeir þurfa að nota.
Sparnaður er dyggð en þegar svona kemur upp, þá er það græðgin sem veldur vandræðum heilu þjóðanna, stórra sem smárra.
Mosi
Hæstu tekjur sem nokkru sinni hafa sést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halda mætti að þú værir staddur einhvers staðar í afdölum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2008 kl. 10:24
Ég er eiginlega sammála þessu hjá þér. Enda einn af þeim sem hefur alltaf horft á peninga sem væntanleg verðmæti en ekki raunveruleg, ávísun á framkvæmda vinnu. Því hef ég alltaf sett spurningamerki við það að græða á því að eiga peninga og lítið annað. það kann að vera réttmætt í mörgum tilfellum en ég get ekki að því gert að finnast þeir ekki vera þessara væntanlegu verðmæta virði. Orkan sem fór í öflum þessara tekna var tekin frá öðru fólki sem vann við verðmætasköpun, án þess að skapa verðmæti í sjálfu sér, einungis færslur á blaði.
Ég er ekki sérfræðingur í fjármálamörkuðum en svona lítur þetta út á yfirborðinu fyrir mér. Þarna er handfylli (miðað við fjölda fólks í lægri stéttum) af fólki í matador leik að spila með strit annarra án þess að taka háættu sjálfir í raun. Þeir eru þegar búnir að græða svo mikinn pening að það er hægðarleikur að leggja fyrir næga peninga til þess að hafa það eins gott og það verðu það sem eftir er af ævi þeirra. Restina nota þeir svo til þess að græða meira, svo voga menn sér að kalla það áhættu.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 17.4.2008 kl. 11:03
Góð f grein og mikið er maður sammála henni/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.4.2008 kl. 17:59
Þeir sem setja lög, stjórna þessu. Það yrði ekkert mál að hemja svona sjóði sem gera út á að sparka í liggjandi efnahag, það er bara spurningin þetta með viljan.
En í grunninn er þetta fólk eitthvað hamingjusamara en meðaljónin sem hefur nóg að bíta og brenna ?
Þessir menn drepast eins og við hin á endanum líka og ég efast um að síðasta hugsun þeirra þegar þeir hverfa niður í svartnættið sé sex stafa milljarða tala. Peningar eru ekki allt.
Það er nefnilega fullt af öðru sem skiptir máli í lífinu.
Varðandi áhættu sem Sveinn minnits á þá brennur fjármálaheimurinn í skinninu til þess að komast lengra yfir eignir lífeyrissjóða en hann hann hefur gert. Líklega kólnar áhuginn ekki fyrr enn lífeyrissjóðirnir verða settir í þrot.
Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.