Grafalvarlegt mál

Svifryk er ásamt vaxandi útblæstir CO2 og brennisteinssambanda eitt alvarlegasta umhverfismálið okkar sem búum í þéttbýlinu.

Ljós er að svifrykið á sér ýmsar rætur. Nærtækast er auðvitað að líta sér næst og sérstaka athygli vekur athygli okkar hve slit gatna af völdum nagladekkja er verulegt.

Hluti svifryks á sér auðvitað annan uppruna: uppblástur er víða mjög mikill og eftir ríkjandi vindáttum á hverjum stað kann rykið að berast langar leiðir í sterkum og þurrum vindi. Sennilega á svifryksmengun á Akureyri sér einhvern uppruna á uppblásturssvæðum Norðausturlands en kunnugt er að landið norðan við Vatnajökul er úrkomurýrasti hluti landsins. Sjá má á gróðurfari í Þingeyjarsýslum hve auðnirnar eru æpandi. Þegar ekið er í suður frá Kelduhverfi öðru hvoru megin Jökulsár á Fjöllum þá er fyrst ekið gegnum allgróskumikinn birkiskóg. Smám saman verður gróðurinn strjálli og fábreyttari og þegar komið er langleiðina að Hafragilsfossi og Dettifossi er gróðurinn nánast með öllu horfinn nema þar sem einhverrar vætu er að vænta.

Fyrir um aldarfjórðungi mátti fyrir hver jól heyra auglýsingar um hangiket kennt við Hólsfjöll glymja í eyrum landsmanna. Það átti að taka öðru bragðgóðu hangiketi öðru fram, kannski af því að það var fitusnauðara en annað hangiðket. Þarna hefur Landgræðslan barist með misjöfnum árangri gegn gróðureyðingu áratugum saman og hefur oft þurft að lúta í lægra haldi. Því miður. Nú eru þessir bæir sem kenndir voru við Hólsfjöllin og hangiketið sennilega allir með tölu komnir í eyði enda dettur engum heilvita manni að hafa sauðfjárhald á þessu erfiða gróðureyðingarsvæði.

Í Reykjavík er hluti svifryksins upprunnið frá Mosfellsheiði og af hálendinu sunnan Langjökuls en Biskupstungnaafréttur var lengi vel eitt versta uppblásturssvæði á Suðurlandi. Þegar Mosi var í sveit fyrir meira en 40 árum austur í Árnessýslu mátti oft sjá í vaxandi norðanátt að skyndilega birgðist sýn til Langjökuls. Oft var innan stundar óþægilegt að vera utandyra og sáust þá ekki lengur til Bjarnarfells, Högnhöfða, Laugarvatnsfjalls og annara fjalla ofan byggðar í Biskupstungunum sökum uppblásturs einkum á Haukadalsheiði sem þá var að eyðast. Að einhverju leyti er svifryksmengun í Reykjavík einnig upprunnin á Reykjanesskaganum og jafnvel söndunum á Suðurlandi.

En við þurfum að beina fjármagni í rannsóknir á þessu fyrirbæri jafnframt að skattleggja alla mengandi starfsemi hvort sem er útblástur frá farartækjum, bílum, flugvélum, skipum og öðrum vélknúnum farartækjum, stóriðjunni og einnig þarf að taka á að dekkjanaglar séu skattlagðir. Oft valda þeir meiri skaða en gagn, ekki aðeins eigendum sínum sem þeir þjóna heldur öllum öðrum!

Mosi


mbl.is Búist við miklu svifryki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband