Fágætt frímerki

Saga íslensku frímerkjanna er um margt nokkuð sérstök vegna fámennis þjóðarinnar. Þessi gamla yfirprentun frá 1897 þætti í dag bæði illa gerð og með öllu óskiljanlega viðvaningsleg. En tilefnið var tilfinnanlegur skortur á 3ja aura frímerkjum en svo virðist að nóg hafi verið af 5 aura frímerkjum.

Þessi bráðabirgðalausn á breytingu á frímerkjum er runnin frá síðasta landshöfðingjanum á Íslandi sem þá var Magnús Stephensen og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Væntanlega hefur þetta mál verið hið vandræðasta en hann þótti mjög íhaldsamur og fastur fyrir. 

Þegar fram liðu stundir mun e-ð hafa verið um falsanir vegna þeirrar einföldu staðreyndar hversu fá frímerki höfðu varðveist og upplagið lítið. Freistingin var mikil að koma þessari einföldu og yfirlætislegu breytingu á upprunalegt frímerki í þeirri von að hafa fé af gálausum kaupanda. Þegar árið 1898 er hvatt til í þýsku frímerkjablaði að láta þessi frímerki hverfa og miklar umræður urðu meðal frímerkjasafnara sem lögðu áherslu á sjaldgæf frímerki.

Um þetta má víst lesa í riti Jóns Aðalsteins Jónssonar Íslenzk frímerki í hundrað ár 1873-1973 og út kom 1977.

Mosi 

 


mbl.is Sjaldgæft íslenskt frímerki boðið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband