Óskiljanleg handvömm eða kæruleysi?

Hvernig má það vera að um þúsund lítrar fara í sjóinn í Sundahöfn?

Svona handvömm er með öllu óskiljanleg. Á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar um allt landið er hægviðri, sjór kjurr og aðstæður mjög góðar. Hvernig getur svona verið annað en vegna óskiljanlegs kæruleysis?

Nú er fyllsta ástæða að krefjast opinberrar rannsóknar á því hvað fór úrskeiðis og láta þá sem ábyrgð bera á þessu atviki svara til saka.

Kæruleysi er ekki aðeins ámælisvert, það kann að vera refsivert!

Mosi


mbl.is 1000 lítrar af díselolíu fóru í sjóinn við Sundahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já rólegur félagi, þú veist ekkert um aðdraganda málsins, ég hef unnið við olíudælingar og allur andskotinn getur komið upp á, það þarf ekki að vera flóknara en það að lás á slöngu hafi losnað eða þess vegna sprunga á slöngunni. 1000 lítrar eru ekki mikið í því samhengi, mjög fljótt að koma. En jájá , ekkert að því að athuga málið frekar, en að fá svona reiðiskast einsog þú virðist hafa fengið er svolítið öfgafengið :P

Guðmundur H (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:25

2 identicon

Er sammála Guðmundi að það getur ýmislegt komið upp á við meðhöndlun á olíu og slysinn gerast þar eins og annars staðar. Hef nefnilega sjálfur lent í olíuslysi við dælingu á svokallaðri úrgangsolíu á skipi sem var vegna bilunar í búnaði við notkun á dælingunni og tek það fram að það var ekki bilun í skipinu í því tilfelli. í því tilfelli fór olía í sjóinn og var það ekki vegna kæruleysis heldur óhjákvæmileg bilun sem sást ekki fyrir, þannig að það má ekki dæma neinn strax fyrr en komið er ljós hvað fór úrskeiðiðs.

Bjössi

bjössi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig er reglubundnu efirliti háttað? Þessir hlutir eiga að vera í fullkomnu lagi, dælu, slöngur, pakkningar og allt hvað þetta nú heitir.

Að svona óhapp verði við bestu aðstæður er nánast ófyrirgefanlegt. Hvað eru menn að hugsa?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 13.4.2008 kl. 17:31

4 identicon

Óhöpp gerast stundum og það er sama hversu eftirlit er mikið og hlutir eiga að vera í lagi að óhöpp geta gerst þrátt fyrir það.

Slysin gera ekki boð á undan sér.

Bjössi

Bjössi (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 243412

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband