Hagræðing í rekstri fyrirtækja

Um mitt ár í fyrra hugðist stjórn HBGranda að flytja fiskvinnslu sína á Akranes. Því miður brást yfirhafnastjórn Reykjavíkur illa við þessum fregnum og bentu á eldgamla kvöð fyrir lóðaúthlutun að fyrirtækið hefði fengið lóðaúthlutunina til að tryggja fátækum reykvískum alþýðuheimilum nægjanlegt framboð á ódýrum fiski.

Nú eftir innleiðingu kvótakerfisins er allt þetta viðskiptaumhverfi gjörbreytt. Mörg fyrirtæki róa lífróðri að bjarga því sem bjargað verður. Þetta kannast allir við sem komið hafa nálægt útgerð. Auðvitað hefði verið mjög mikilvægt að HBGrandi hefði fengið að flytja fiskvinnslu til Akraness og stofna e.t.v. dótturfyrirtæki um rekstur fasteigna fyrirtækisins í Reykjavík þar sem nú er fiskiðjuver þess.

Þessi mál eru ekki einföld og ákvörðun stjórnar fyrirtækis kann að ráða af skynsamlegri leið að komast yfir vissa erfiðleika sem óskandi eru tímabundnir. Mosi vill taka fram að hann þekkir þessi mál ekki til hlýtar en hefur fullan skilning á sjónarmiðum Akurnesinga sem og hagsmunum fyrirtækisins.

Mosi


mbl.is Óska skýringa frá HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242968

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband