2.4.2008 | 10:34
Að taka lögin í sínar hendur
Ljóst er að alvarlegt hegningarlagabrot er að valda óþarfa töfum á almenningssamgöngum og helstu umferðagötum. Vekrnaðarlýsingin er m.a. í 168. og 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19.1940. Ákvæði þessi eru alveg skýr og er undarlegt að lögreglan hafi ekki tekið þessi bort sérstaklega alvarlega fram að þessu.
Það er grafalvarlegt mál þegar múgæsing breiðist út og mótmæli sem ella eiga að vera friðsamleg, gætu haft afdrifaríka afleiðingu í för með sér. Hyggjast þeir sem stýra þessum mótmælum axla þá ábyrgð sem hugsanlega gæti hlotist af þessum ólögmætu aðgerðum?
Í nútímasamfélagi er mikilvægt að samgöngur gangi sem greiðast. Lögregla, brunabíla og sjúkrabílar þurfa að hafa sem greiðasta leið á vettvang þar sem aðstoðar er óskað. Ef ofbeldismenn eru t.d. á vappi á þeim slóðum þar sem ekki er greiðaur aðgangur, t.d. líkamsárás og bankarán, alvarlegt slys, bruni eða að einhver er í bráðri lífshættu og hjálparlið er teppt, hyggjast þá mótmælendur axla ábyrgð á þeim ólögmætu aðgerðum sem þeir eru að beita sér fyrir?
Sitt hvað er að mótmæla og taka lögin í sínar hendur. Það er refsivert í öllum lýðræðisríkjum þar sem byggt er á grundvelli réttarríkisins. Undarlegt má það heita að þetta hafa mótmælendur ekki áttað sig á. Betra er að mótmæla með lögin með sér en móti.
Þegar virkjunarframkvæmdum var mótmælt hérna um árið vakti vaskleg framganga lögreglunnar athygli. Víkingasveit lögreglunnar var send upp á hálendið til að stoppa þessi mótmæli og handtaka mótmælendur. Núna er nánast ekkert gert. Er þó þessi mótmæli sýnu alvarlegri en nokkrir saklaus tjöld, mótmælasöngur og borðar uppi á hálendinu.
Af hverju er afskiptaleysið nánast algert og samfélagið er nánast lamað dag eftir dag vegna ólögmætra aðgerða?
Hvað verður næst? Nú er ljóst að það eru ekki aðeins bílstjórar sem hafa atvinnu af ökutækjum heldur eru einnig ýmsir aðrir sem taka þátt í mótmælum. Á forsíðu Morgunblaðsins er t.d. mynd af risastórum skúffubíll með breiðum hjólbörðum, kannski negldum í þokkabót. Ekki er það atvinnutæki?
Axla mótmælendur ábyrgð?
Mosi
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt, þetta er fáránlegt. Ef að það kviknar í leikskóla upp í mosó og þessi bitru fífl eru fyrir öllu, ég vill ekki hugsa lengra. Það á eitthvað svona eftir að koma upp ef að þeir hætta þessu ekki.
Kári Örn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:56
Mótmælin við Kárahnjúkum og Álverunum komu illa við Landsvirkjun, ríkisstofnun sem var undir þrýstingi stórfyrirtækis.
Núna eru mótmæli almennt í hag fyrirtækja og atvinnurekenda og jafnvel lögregluembætta ef þau ná fram að ganga.
Lásuð þið fréttina? Mótmælendur höfðu fyrir því að hleypa neyðarbílum í gegn.
Skaz, 2.4.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.