27.3.2008 | 12:50
Dapurleg lesning
Ósköp er dapurlegt að renna yfir það langa svar Árna M. Mathiesens setts dómsmálaráðherra við spurningum Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis. Sérstaklega ber að staldra við þessa fullyrðingu:
Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar úrlausnarefnisins kunni að vera mótað fyrirfram.
Hvernig á að skilja þetta öðru vísi en að ráðherran telur sig vera hafinn yfir allan efa? Hann lítur niður á umboðsmann Alþingis. Ráðherrann er ráðherra allrar þjóðarinnar, ekki aðeins hluta þjóðarinnar eins og hann kannski telur sig vera kjörinn til. Með því að taka að sér ákveðið hlutverk í trúnaaðrstöðu ber honum að gæta þessa. Margir líta á þetta sem hroka og valdagleði gagnvart þjóðinni þar sem verið var að draga einn umsækjanda að dómaraembætti fram yfir aðra sem höfðu þó bæði lengri og víðtækari reynslu en sá sem naut hylli ráðherrans. Bréf ráðherrans er staðfesting þessa að hann er fastur fyrir á þessari skoðun sem vægast sagt er eins og blaut tuska framan í alþjóð.
Þegar Mússólíni var gagnrýndur á sínum tíma í ítalska þinginu, átti hann til að ausa ótæpt úr skálum reiði sinnar og hellti sér yfir andstæðinga sína. Því miður virðist þessi háttur verða síalgengari í íslenskum stjórnmálum. Í stað þess að sína smávegis iðrun, sjá að sér og biðjast afsökunar: mér varð á í messunni og bið forláts o.s.frv., þá virðast landsfeðurnir hins vegar forherðast rétt eins og þeir séu í einhverju vonlausu stríði þar sem barist er til hinsta blóðdropa. Mússólíni er vond fyrirmynd!
Óskandi væri að við sitjum ekki lengi úr þessu uppi með landsfeður uppfulla af einhverjum gikkshætti og dramssemi. Ráðherra á að vera vel menntaður, réttlátur, réttsýnn og víðsýnn en umfram allt þeim mannlegu eiginleikum búinn að þora að játa sig hafa tekið ranga ákvörðun.
Mosi
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að viðurkenna mistök tiðkast bara ekki á þeim bæ. Því miður!
Úrsúla Jünemann, 27.3.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.