Dapurleg lesning

Ósköp er dapurlegt að renna yfir það langa svar Árna M. Mathiesens setts dómsmálaráðherra við spurningum Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis. Sérstaklega ber að staldra við þessa fullyrðingu:

„Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar úrlausnarefnisins kunni að vera mótað fyrirfram.“

Hvernig á að skilja þetta öðru vísi en að ráðherran telur sig vera hafinn yfir allan efa? Hann lítur niður á umboðsmann Alþingis. Ráðherrann er ráðherra allrar þjóðarinnar, ekki aðeins hluta þjóðarinnar eins og hann kannski telur sig vera kjörinn til. Með því að taka að sér ákveðið hlutverk í trúnaaðrstöðu ber honum að gæta þessa. Margir líta á þetta sem hroka og valdagleði gagnvart þjóðinni þar sem verið var að draga einn umsækjanda að dómaraembætti fram yfir aðra sem höfðu þó bæði lengri og víðtækari reynslu en sá sem naut hylli ráðherrans. Bréf ráðherrans er staðfesting þessa að hann er fastur fyrir á þessari skoðun sem vægast sagt er eins og blaut tuska framan í alþjóð.

Þegar Mússólíni var gagnrýndur á sínum tíma í ítalska þinginu, átti hann til að ausa ótæpt úr skálum reiði sinnar og hellti sér yfir andstæðinga sína. Því miður virðist þessi háttur verða síalgengari í íslenskum stjórnmálum. Í stað þess að sína smávegis iðrun, sjá að sér og biðjast afsökunar: „mér varð á í messunni og bið forláts“ o.s.frv., þá virðast landsfeðurnir hins vegar forherðast rétt eins og þeir séu í einhverju vonlausu stríði þar sem barist er til hinsta blóðdropa. Mússólíni er vond fyrirmynd!

Óskandi væri að við sitjum ekki lengi úr þessu uppi með landsfeður uppfulla af einhverjum gikkshætti og dramssemi. Ráðherra á að vera vel menntaður, réttlátur, réttsýnn og víðsýnn en umfram allt þeim mannlegu eiginleikum búinn að þora að játa sig hafa tekið ranga ákvörðun.

Mosi


mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Að viðurkenna mistök tiðkast bara ekki á þeim bæ. Því miður!

Úrsúla Jünemann, 27.3.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband