Höggvið á hnútinn

Sem gamalreyndur leiðsögumaður finnst mér fyrir löngu kominn tími að taka Geysissvæðið heldur en betur í gegn. Landslagsarkitektar þurfa að koma að þessari vinnu sem og aðrir sérfræðingar á sviði jarðhita, náttúruverndar, stígagerða, fræðslu og ferðamála.

Öryggismál við Geysi hafa verið allt of lengi í versta ólestri enda hefur alloft komið fyrir alvarleg slys sökum vangæslu. Enginn virðist bera neina ábyrgð þó hættan sé mikil.

Fagna ber að íslenska ríkið kaupi þetta svæði enda hefur það verið til mikils vansa hversu illa hefur verið staðið að öryggismálum þarna.

Mosi


mbl.is Viðræður um Geysissvæðið á lokastigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Mosi, ég held að flest allir leiðsögumenn séu þér sammála. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.

Sóla (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Guðjón,

Ég tek undir þessi orð hjá þér. Ég vil þakka þér fyrir þátttökuna í myndasamkeppninni hjá mér og fram til þessa hefur þú verið með bestu svörin, enda mjög heitur :)

En þú ferð í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut.

Um að gera að halda áfram. Við hin gerum þá ekki annað en að fræðast á meðan.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.3.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband