Verðugt viðfangsefni

Virkjun jarðahita hefur marga kosti umfram vatnsaflsvirkjanir með einni undantekningu: brennisteinn. Á kynningarfundi á vegum Orkuveitu Reykjavíkur um fyrirhugaða jarðhitavirkjun á Bitru austan Hengils og norðvestan Hveragerðis var sýnt fram á að tiltölulega lítið mál væri að skilja brennisteininn úr og dæla honum aftur niður í jarðskorpuna. „En af hverju er það ekki þegar gert?“ spurði einn viðstaddra. Þeir Orkuveitumenn ráku e-ð í vörðurnar og kváðu við að þetta væri nokkuð kostnaðarsamt miðað við núverandi aðferð.

Og þar stendur hnífurinn í kúnni! Við verðum að óska eftir því að á þessu viðfangsefni verði tekið. Ekki er æskilegt að hleypa auknu magni brennisteins út í náttúruna en fyrir er enda þetta efni varhugavert og hefur ýms óæskileg áhrif. Spurning hvort unnt sé að fella brennisteininn úr gufunni, hreinsa hann og gera að aukaafurð orkuvinnslu. Allt er þetta spurning um rétta aðferð og hagkvæmni.

Nú eru Íslendingar þekktir fyrir að vera úrræðagóðir og því til mikils að vinna að brennisteinninn verði ekki sú hindrun að við nýtum okkur jarðhitann betur.

Mosi


mbl.is Brennisteinn frá Hellisheiði hættulegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að umhverfissinnum finnast gufuaflsvirkjanir skárri kostur en vantsaflsvirkjanir. 

Umhverfissinnum er alveg sama um heilsu fólk og taka umhverfið fram yfir.  Þetta er dæmigert fyrir umhverfissinna!

En eru gufuaflsvirkjanir betri en vatnsaflsvirkjanir??  Hafa loftgæði ekki versnað á höfuðborgarsvæðinu eftir að Hellisheiðarvirkjun fór í gang??  Og finnst ykkur allar pípurnar í umhverfinu í kringum Hellisheiðarvirkjun eitthvert augnayndi??

Það er landshlutapólitík í þessu skal ég segja ykkur.  Um leið og farið verður að reisa gufuaflsvirkjun að Norð-Austulandi, mun afstaða svokallaðra umhverfissinna snarbreytast!  Þá verða gufuaflsvirkjanir allt í einu að stóru umhverfisvandamáli.   Munið í framtíðinni að ég sagði þetta !!!  Þessi afstöðubreyting mun sýna tvískinnunginn og hræsnina í umhverfissinnum.

Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gufuaflsvirkjunum til framdráttar þá eru þær afturkræfar framkvæmdir. Unnt er að afmá öll þessi ummerki, rask á yfirborði er tiltölulega lítið samanborið við vatnsaflsvirkjanir þar sem meira er um rask ekki aðeins á landslagi heldur einnig gróðri og dýralífi.

Ókosturinn er auðvitað nokkuð sem þarf að leysa og aðeins tímaspursmál hvenær dottið verður niður á hagkvæma aðferð að leysa þau mál. Sem stendur eru þær aðferðir sem nú eru þekktar nokkuð dýrar en þær eru auðvitað framkvæmanlegar.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband