Einkennilegar andstæður

Chad er eitt af fátækustu ríkjum heims. Þó virðist vera nóg af alls konar vopnum í því landi þó svo landsmenn séu mjög snauðir af veraldlegum gæðum. Valdamenn hafa lagt ofurkapp á að nota fjármuni þá sem í landið streymir til vopnakaupa. Ekki er nóg að landið sé komið á ystu nöf blóðugrar borgarastyrjaldar heldur er landið mjög skuldum vafið. Vopnasalar hafa fengið að vaða þarna um og afhent vopn en fá að öllum líkindum loforð stjórnvalda að ráðstafa verðmætum sem finnast kunna í landinu, málma og þ.h. Chad er 12-13 sinnum stærra en Ísland, fyrrum frönsk nýlenda, íbúar um 2 milljónir og lifa að mestu á landbúnaði.

Mikil hætta er á að alþjóðasamtök á borð við Sameinuðu þjóðirnar seú mjög vanbúnar að grípa í taumana og koma í veg fyrir að átökin verði alvarlegri. Stórveldin hafa yfirleitt engan áhuga fyrir löndum þar sem lítil sem engin verðmæti eru.En vopnasalarnir hafa alltaf náð ótrúlegum árangri að telja fávísum stjórnvöldum trú um að vopnvæða sig sem mest, hvað sem það kostar. En þarna er menntun og heilbrigðisþjónusta ábyggilega mjög skammt á veg komin.

Mosi 


mbl.is Hörð orrusta um höfuðborg Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband