Kennarar eiga gott skilið!

Þessi frétt kemur ekki á óvart.

Kennarar á Íslandi eiga sérstakan heiður skilinn fyrir óeigingjarnt og fremur illa launað starf.

Stjórnmálamenn mættu skoða fræðslumálin betur og sama má segja um heilbrigðismálin, íslenska ríkisstjórnin sérstaklega. Meðan hálfum milljarði er fleygt vegna einhverra varnarmála sem gengur út á að halda uppi áhöfnum herflugvéla sem hingað eru að flækjast. Ríkið tekur að sér að greiða háar fjárhæðir fyrir gistingu og uppihald á bestu og dýrustu gistihúsum landsins, - minna má það ekki vera fyrir þessa herramenn! Flott forgangsmál finnst ykkur ekki? Margt væri unnt að gera fyrir þetta mikla fé í þágu fræðslu og heilbrigðismála.

Mosi


mbl.is Kennurum treyst best á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér fyrir góðar upplýsingar!

Kennari sem er kominn í efsta launaþrep kannski eftir 30 ára starf að baki nær þessum launum ásamt um það bið 30 - 40 yfirvinnutímum á mánuði! Spússa mín er grunnskólakennari sem er í þessari stöðu en hún reynir að komast af með sem fæsta yfirvinnutíma. Fólk sem komið er undir 60 er ekki að næla sér lengur í yfirvinnu en oft er manneklan í skólunum mikil að einhvern veginn verður að leysa málin. Og þá er auðvitað ekki ráðnir fleiri enda framboð á góðum kennurum sem vilja taka að sér þessi illa launuðu störf ekki mikið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.1.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á Íslandi hefur bilið milli þeirra hæstu og lægstu launuðu verið að breikka ískyggilega. Ein skýringin á því er sú stefna „að halda pöplinum niðri“. Var ekki Davíð og félagar hérna um árið að sérsníða sjálfum sér óvenjugóð eftirlaunakjör? Einhverjir þurfa að standa undir þessum ósköpum og þetta er gert að sjálfsögðu á kostnað þeirra sem mest hafa fyrir kaupinu sínu. Og svo er „heiðusrmanninum“ hampað og fjöldinn allur hrópar húrra fyrir „afreksverkinu“!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband