Handvömm eða ásetningur?

Nú hlýtur að vera til öryggisafrit af þessum gögnum. Ef þeim hefur einnig verið eytt þá vaknar grunsemdir um að þetta sé ekki venjuleg handvömm og mistök, heldur ásetningur.

Bush stjórnin hefur fremur haft slæman málstað að verja þegar þetta dæmalausa stríð í Írak ber á góma. Tilefnið var ærið þokukennt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Markmið árásarinnar voru í raun önnur en sú lögregluaðgerð sem sögð var vera ástæðan: að koma lögum yfir hermdarverkamenn. Í ljós hefur komið að það voru fyrst og fremst að tryggja hagsmuni tengdum olíu og hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Spenna í þessum heimshluta er mjög mikil og þetta á eftir að kosta sitt.

Nánast allt hefur gengið brösulega og þetta stríð sannar enn að oft er betra heima setið en að heiman farið. Nú hafa fleiri bandarískir hermenn fallið en í þessum hræðilegu árásum haustið 2001. Og enn fleiri hafa komið til baka helsárir á sál og líkama. Þá eiga hundruð þúsunda ef ekki milljónir um sárt að binda í Írak.

Mætti þá ekki betur lesa Sturlungu sér til fróðleiks og upplýsingar. Sturla Þórðarson og fleiri rithöfundar lýsa þar hversu valdagræðgi, vopnaburður og vígaferli eru einskis virði. Betra hefði verið að Bush og félagar hans hefðu eitthvað velt fyrir sér afleiðingunum sem þeir hafa verið að ana út í.

Þeim verður ekki fyrirgefið því þeir vissu eða máttu vita hvað þeir voru að gera!

Mosi


mbl.is Tölvugögnum Hvíta hússins líklega eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góð hugmynd. En Bush og þeir þessir bandarísku Bakkabræður væru líklegir að biðja fyrirtæki á borð við Gagnaeyðingu um að sjá um að eyða nei þeir meintu geyma!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband