Hvað varð um frelsið?

Ein grundvallarstoð núverandi fjármálastefnu þess opinbera er að fyrirtækin fái sem mest frelsi og ekki megi leggja neina steina í götu þeirra. Kaupþing er fyrirtæki hvers tekjur eru h.u.b. 70% erlendar en einungis 30% af rekstri hér á landi. Eignir fyrirtækisins eru einnig að verulegu leyti erlendis. Það ber því nokkuð skökku við að aðaldriffjöður Laissez-faire efnahagsstefnunnar á Íslandi sá þrándur í götu sem verður til að fyrirtæki þetta fær eigi að haga sínum fjármálum nema dansa eftir pípu þessara meistara.

Nú hafa íslensk fyrirtæki fengið heimild Davíðs bankastjóra að skrá bókhald sitt í hvaða mynt sem er. Því er eðlilegt að eftirfarandi spurning brenni á vörum margra: Er verið að mismuna fyrirtækjunum eftir einhverjum forskriftum eða öðrum hvötum? Ef svo er þá þarf að rökstyðja betur þessa afstöðu.

Ef sú efnahagsstefna sem kennd hefur verið við Laissez-faire á að vera áfram það leiðarljós á Íslandi, þá á ekki undir neinum ástæðum að leggja hömlur á fyrirtæki hvort þau vilja færa og skrá bókhald sitt í íslenskum, dönskum, norskum eða sænskum krónum, enskum pundum, evrópskum evrum, áströlskum, bandarískum eða kanadískum dollurum, yenum eða rússneskum rúblum. Á það ekki markaðurinn sem á að ráða fremur en einhver bankamaður sem ekki hefur alltaf haft rétt fyrir sér? Seðlabankinn á ekki að hafa forræðishyggju í efnahagsmálum meira en nauðsynlegt er og hollt fyrir Íslendinga.

Mosi 


mbl.is Seðlabanki andvígur evrubókhaldi fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband