Hvađ á ađ gera viđ slagsmálaskrílinn?

Fyrir mörgum var ţađ visst sport hjá sumum ađ abbast upp á lögregluna. Ţađ var á ţeim tíma sem á lögregluna var litiđ fremur sem valdtćki í höndum framkvćmdavaldsins. Ţetta var e.t.v. áhrif vegna átakanna t.d. í Hvítastríđinu milli Ólafs Friđrikssonar ritstjóra Alţýđublađsins og valdsmanna, Gúttóslagsins í nóv. 1932 og hasarinn viđ inngöngu í Nató 30. mars 1949.

Ţessir tímar eru löngu liđnir og eiga vonandi aldrei aftur ađ koma upp. Fámennir hópar ungra manna eru međ uppivöđslu og grípa til slagsmála. Hvers vegna? Lögreglan er í dag fyrst og fremst ţjónustustofnun sem veitir alţýđu ađstođ auk ţess ađ halda uppi lögum og reglu. Hún er einnig öryggistćki ađ verja borgarana gegn ólögmćtum ađgerđum hvernig svo sem ţćr kunna ađ vera. En ef út af bregđur ţá ber yfirmađur lögreglunnar ábyrgđ ef um ţađ er ađ rćđa.

Fyrir um 60 árum lagđi velkunnugur vel menntađur borgari ţađ til ađ komiđ yrđi upp búrí á Lćkjartorgi í Reykjavík. Í búriđ skyldu settir uppivöđsluseggir, „óargadýr götunnar“ og hafa ţá til sýnis eins og apaketti í búrum stórborganna. Ţangađ ćtti ađ stinga inn alla rúđubrjóta, ţá sem rífa upp blóm og tré, slagsmálahunda og alla ţá sem sýna konum ofbeldi. 

Mosi vill eindregiđ hvetja sem flesta ađ lesa sér til fróđleiks ţessar hugmyndir sem lesa má í ritinu: Í gróandanum eftir Kristján Albertsson sem kom út ađ forlagi Helgafells sama ár og Halldór Laxness fékk Nóbelinn. Ţessa ágćtu velrituđu bók má fá léđa á öllum betri bókasöfnum landsins sem og í fornbókaverslunum. 

Kannski mćtti draga ţessa hugmynd aftur fram í dagsljósiđ og e.t.v. mćtti útfćra hana e-đ öđruvísi ţannig ađ ţeim ofstopafullu „öđrum óguđlegum skálkum til viđvörunar“ eins og gjarnan dómar fyrri tíma voru rökstuddir.

Mosi 


mbl.is Veittust ađ lögreglumönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţú segir ađ lögreglan í dag sé fyrst og fremst ţjónustustofnun. Ţađ er athyglisvert ađ fjölmiđlar og lögreglan sjálf eru hćtt ađ tala um lögregluţjóna heldur er alltaf klifađ á orđinu lögreglumenn. Ţetta eru ţjónar laga og reglu og ţađ heitir og hefur alltaf heitiđ á íslensku lögregluŢJÓNAR. Mér finnst mikil virđing fyrir starfinu felast í hugtakinu lögregluţjónn og legg til ađ fólk haldi sig viđ ţá orđmynd í stađ lögreglumanna. Sjálfur var ég lögregluţjónn í sumarafleysingum á háskólaárum mínum og dettur mér ekki í hug ađ segjast hafa veriđ lögreglumađur, nei ég var lögregluţjónn og er stoltur af ţví.

Frikki (IP-tala skráđ) 12.1.2008 kl. 12:45

2 identicon

Ah, en lögreglulögunum var breitt og ţar međ er ţađ ekki lengur lögregluţjónn heldur lögreglumađur.

Hallur (IP-tala skráđ) 12.1.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Já ţađ er einkennilegt ađ horfiđ er frá góđu og gildu starfsheiti. Í dönsku nefnast lögregluţjónar enn politibetjent en ekki hefur Mosi enn séđ „politimand“ eđa „politikvinde“. Annars er ţessi stefna ekki góđ ađ gera gömul, góđ og gild orđ nánast framandi. Af hverju er hćtt ađ tala um ađ aka í stađ ţess ađ keyra bćđi bíla og tölvuforrit? Er ţetta ekki einhvers konar leti?

Gaman ađ heyra ađ ţú Frikki er stoltur af ţví ađ hafa veriđ lögregluţjónn. Ţegar Mosi var ungur, yngri en hann er núna, var ţetta jú draumastarf marga stráka. Í dag eru hvorki launin né vinnuađstćđur sem hvetja unga tápmikla menn ađ gerast lögregluţjónar. Á Englandi er litiđ á starf lögregluţjónsins sem n.k. mannúđarstarf. Athyglisvert er ađ margir af dyggustu og traustustu félögum innan Frímúrarreglunnar í ţví landi skilst mér ađ séu lögregluţjónar. Einhvern tíma rakst Mosi á glósu um ţađ og fannst merkilegt.

Mosi

Guđjón Sigţór Jensson, 12.1.2008 kl. 23:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242984

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband