Hvernig frið?

Bush bandaríkjaforseti er sennilega einn sá stórtækasti uppvakningamaður ýmissa drauga. Ekki hefur tekist nema að litlu leyti að kveða þann draugagang niður sem þessi ólánsmaður hefur því miður vakið upp. Með stuðning bandarísku hernaðarmaskínunnar hefur hann á mjög hæpnum forsendum hafið eitt umdeildasta stríð sem háð hefur verið og ekki sér fyrir endann á. Nú boðar forseti Bandaríkjanna frið í Írak og því er eðlilegt að spyrja hvernig frið hyggst Bush koma á?

Friðarhöfðingi Hvíta hússins sér eðlilega fyrir sér frið þar sem bandarískir hagsmunir séu sem mestir. Því miður er allmikil hætta á að þetta sé eins og hver önnur óskhyggja einfeldningsins í Washington því öll vestur Asía er meira og minna risastór púðurtunna sem getur sprungið hvenær sem er. Í norður Írak eru Kúrdar sem hafa verið niðurlægðir og svívirtir í áratugi og ekki hafa þeir Bush feðgar bætt úr því. Spurning er hvort sjálfstæði Kúrda sé ekki lykillinn að varanlegum friði í þessum heimshluta, alla vega varanlegri en sá sem Bush ætlast til. Kúrdar hafa orðið fyrir loftárásum síðustu vikur og mánuði af Tyrkjum sem viðurkenna að í austur Tyrklandi séu Kúrdar einfaldlega ekki til! En þeir búa í 3 öðrum löndum og ekki eru þeir af þeim ástæðum til Tyrkja taldir!

Að koma á friði í Írak er mjög flókið og torvelt ferli sem hernaðarhagsmunir Bandaríkjamanna má ekki undir neinum kringumstæðum flækja. Þarna þarf fyrst og fremst að afvopna þá sem hafa vopn undir höndum og koma þeim aðilum sem málið varða að samningaborðinu að frumkvæði og undir forystu Sameinuðu þjóðanna. Þessi mál tengjast eðlilega vandræðunum fyrir botni Miðjarðarhafsins í Ísrael og Palestínu. Þar eru gríðarlegir hagsmunir bandarísku hernaðarmaskínunnar og ekki er vitað annað en að morðtólasalar frá öðrum löndum komi þar einnig við sögu.

Því miður hefur heimurinn oft setið uppi með einfeldninga sem telja sér allar leiðir færar. Áttin til friðar er mikið torleiði og kostar mikinn tíma og fyrirhöfn. En friður til dýrðar sér sjálfum er dæmigert fyrir þann sem ekki ber vitið með sér. Slíkur friður er einskis virði, sá friður er sannkallaður gervifriður.

Mosi 


mbl.is Bush: Von vaknar á ný í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband