10.1.2008 | 11:33
Farfuglaheimili
Skiljanlegt er að ungur ferðalangur vilji ógjarnan eyða háum fjárhæðum í gistingu. Því miður erum við Íslendingar oft eftirbátar annarra þjóða að bregðast við vandanum. Þó eru dæmi um það gagnstæða eins og þegar Íslendingar buðust til að skipuleggja fund Gorbasjovs og Reagan hérna um árið og höfðu til þess einungis 2 vikur!
Sjálfur hefi eg lent í áþekku erlendis þegar lent var í Frankfurt milli 5 og 6 að morgni og við biðum í flugstöðinni eftir flugi áfram til Íslands með Flugleiðum. Þannig þurftum við að reyna að sofa í sætunum smáblund í einu og skiptast á.
Auðvitað á farfuglaheimili fyllsta rétt á sér á næstu grösum við Leifsstöð. Það væri auðveldara að vísa fólki þangað, blönkum námsmönnum, skátum og efnaminni ferðamönnum sem vilja ekki kaupa sér rándýra gistingu en við megum ALDREI gleyma því að Ísland er eitt dýrasta ferðaland Evrópu og það eru ekki allir jafn auðugir og gróðamenn á Íslandi sem geta leyft sér hvað sem er.
Þegar Mosi var í sveit á Suðurlandi fyrir meira en 40 árum þá fussaði og sveiaði sveitafólkið yfir bakpokalýðnum. Þá var ungt fólk frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi og fleri löndum byrjað að koma hingað til lands og ferðaðist í skólafríum sínum. Sjálfum fannst mér þetta fólk vera mjög hugað og dáðist að því en lét hrifningu mína ekki í ljós enda ekki gott að segja hvernig slík viðhorf féllu fólkinu á bænum í geð.
Neikvætt umtal er aldrei af því góða fremur en skrif Blefkens á sínum tíma sem einkenndist af fáfræði og jafnvel illkvittni. Við Íslendingar eigum að reka af okkur slyðruorðið og koma í kring þeirri þjónustu sem efnaminni ferðamenn vilja sætta sig gjarnan við. Nú ætti það að vera verðugt verkefni nýs ferðamálastjóra að taka á þessu máli og hvetja Suðurnesjamenn og aðra landsmenn til dáða. Einnig þyrfti að svara gagnrýninni í Der Spiegel en ekki með þeim hroka og fyrirlitningu sem því miður allt of margir grípa til.
Skátar og skólafólk sem koma hingað á að vera jafnvelkomið og aðrir ferðamenn!
Margt af þessum fyrrum bakpokalýð kemur jafnvel enn til Íslands og vill gjarnan koma svo lengi sem heilsan og efnahagurinn leyfir. Það á sér góðar minningar um fagurt landslag en kannski ekki eins góðar af viðskotsillum Íslendingum sem hafa aðeins skammgróðatækifæri í huga.
Mosi
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243413
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forsvarsmenn Leifstöðvar gætu allavegana haft upplýsingar um þetta bann á heimasíðunni. Það kostar ekkert að setja þær upplýsingar þar. Það er ekki létt fyrir útlendinga að vita hvernig "kerfið" virkar hjá þeim, ef enginn upplýsir fólkið um þetta.
gunnar (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:13
Allar upplýsingar um boð og bönn geta svo sem verið ágætar en ætli slíkar heimasíður þættu nú ekki fremur þunnur Þrettándi?
Væri ekki vænlegra að bjóða upp á þjónustu t.d. farfuglaheimilis á næstu grösum við flugstöðina?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.