5.1.2008 | 10:12
Að tempra óspaka
Í fornum bókum íslenskum stendur að markmið laganna sé að tempra óspakaog má það vissulega til sanns vegar færa. Uppivöðsluseggir í samfélaginu sem fara um berjandi, sláandi, sparkandi og meiðandi eru eins og hvers konar verstu landeyður sem þarf að koma lögum yfir. Þá þarf að gera þá ábyrðarmenn þess tjóns sem þeir hafa gert samborgurum sínum sem og samfélaginu.
Víða um heim eru til heimildir um mjög virk úrræði. Sérstök skuldafangelsiþar sem viðkomandi eru í vinnu undir ströngu eftirliti við oft líkamlega vinnu. Vísir að þessu er Vinnuheimilið á Litla Hrauni. En þar er munurinn að í skuldafangelsi hafa afplánunarfangar ekki ráðstöfunarrétt á þeim tekjum sem þeir afla nema að litlu leyti.
Hugsunin á bak við þessi skuldafangelsi er ágæt svo langt sem hún nær en á þessu eru auðvitað ýmsir annmarkar. Skuldafangelsin voru t.d. lengi vel við lýði í Bretlandi en með aukinni persónuvernd hefur yfirleitt verið horfið frá rekstri þeirra. En e-ð róttækt þarf að gera gagnvart þeim óspöku. Þeir eru margir hverjir undir áhrifum frá eiturlyfjum við verknaðinn og þyrftu að komast í afeitrun sem allra fyrst ef þörf er á og hún er oft mjög mikil. Og þar stendur hnífurinn í kúnni: okkur vantar tilfinnanlega í okkar samfélagi öfluga stofnun sem gæti tekið almennilega á þessum málum. Og í framhaldi að þessir illa hegðandi herramenn greiddu þeim skaðabætur sem þeir hafa valdið tjóni. E.t.v. væri unnt að koma þessu í kring með n.k. skuldafangelsi sem gæti þegar fram liðu stundir haft ýms mjög góð jákvæð áhrif.
Mosi
Sérsveitin kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er bara alls ekki viss um að skuldafangelsi leiði tiul neins góðs. Ég held frekar að rétt sé að gefa mönnum iðrast tækifæri til að sjá aðsér. Biðjast afsökunar og vinna verk í samfélagsþjónustu, til að bæta fyrir brot sitt.
Margir af þessum mönnum þurfa ráðgjöf eða meðferð eða jafnvel einhverskonar læknisþjónustu eða lyfjameðferð.
Enda er þetta í anda þeirra úrræða sem eru víðar reynd nú til dags.
Ég er líka þeirrar skoðunar að fólk sem samfélagið fer beinlínis illa með, verði erfiðara fyrir samfélgið. Einnig ójöfn tekjuskipting í samfélaginu og atvinnuleysi. Það er slæmt.
Það er margt hægt að reyna til að bæta samfélagið, en alltaf verða til vandamál til að leysa.
Kannski má reyna skuldafangelsi?
Jón Halldór Guðmundsson, 5.1.2008 kl. 15:20
Því miður forherðast margir þegar þeir þreifa sig áfram í afbrotum og kanna hvað þeir ná langt. Oft vill það brenna við að afbrotamaður iðrist aldrei og þá geta góð ráð reynst dýr.
Aðalatriðið er að þeir sem gera á hlut einhvers sjái að sér, iðrist og bæti fyrir. Því miður gerist það allt of sjaldan. Kannski hefur samfélagið meira umburðarlyndi gagnvart gerendum en þolendum afbrota.
Þegar refsing var tekin upp í stað líkamlegra hegninga sem og dauðadóm, þá var um mikla mannúð að ræða. Refsingar í hvaða mynd sem er á uppruna sinn í hefndinni sem enn er því miður mjög algeng í sumum trúarbrögðum. Hefndarskyldan eins og við þekkjum hana í Íslendingasögunum var til momin vegna þess að ekki var til framkvæmdarvald á Íslandi. Þá var það hlutverk ættarinnar eða öllu heldur þess sem var fyrirliði ættarinnar að fylgja hefndarskyldunni eftir. Þá gilti þaðað halda uppi sæmdinni og virðingunni í smafélaginu. Ef út af bar varð viðkomandi þegar útnefndur ættleri og var varla stætt í því þjóðfélagi sem lagði svo ríkar skyldur á herðar.
Mosi
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.