Púðurtunna

Einkennilegt er að heimurinn stoppi ekki Tyrki í þessu þjóðarmorði á Kúrdum. Á dögum fyrri heimsstyrjaldar voru um hálf önnur milljón Kúrda útrýmt af tyrkneskum yfirvöldum með áþekku hugarfari og með hugmyndafræði nasistanna gagnvart minnihlutahópum á borð við Gyðinga. Þegar minnst er á þessu grimmdarlegu morð þá taka Tyrkir þessu mjög illa og verða illir við þegar minnst er á þessi vonskuverk. Nú eru þeir að færa sig upp á skaftið og með samþykki Bush forseta BNA þá er ekki von á góðu um frið í þessum heimshluta. Grimmdarverk Tyrkja núna verður að stoppa í tæka tíð og gefa betur gaum að sjálfstæðiskröfum Kúrda. Kannski það sé eina raunhæfa tækifærið að koma á friði í þessum heimshluta með einhverju viti með því að sjálfstjórn þeirra verði viðurkennt. Það verður að stoppa þessar hernaðarlegu aðgerðir Tyrkja því þær skilja engu öðru en auknu ofbeldi og að bæta gráu ofan á svart. Fjölgun flóttamanna frá þessum ófriðarsvæðum sem Tyrkir koma af stað er ekki til að draga úr spennu í þessum heimshluta.

Íslendingar voru fyrsta þjóð að viðurkenna sjálfstæði Ísraela fyrir nær 60 árum. Íslendingar voru einnig fyrst frjálsra þjóða að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Spurning er hvort ekki sé núna komið að Kúrdum?

Mosi gerir þá kröfu til íslensku ríkisstjórnarinnar að Utanríkisráðuneytinu verði án tafar falið að kanna hvernig þessi mál verði tekin fyrir á alþjóðlegum vettvangi. Ekki gengur að ein af bandalagsríkjum Nató fari með endalausan ófrið gagnvart nágrönnum sínum án þess að alþjóðasamfélagið grípi fram fyrir hendurnar á þessum ófriðsömu stjórnmálamönnum í Tyrklandi sem fá að vaða uppi án þess að þeir þurfi að bera minnstu ábyrgð.

Að öðrum kosti getur orðið þvílíkt ófriðarbál sem ekki verður slökkt svo auðveldlega. Ófriður í þessum heimshluta eykur spennu í öðrum, svo einfalt er nú það!

Mosi - alias 


mbl.is Mörg hundruð felldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég tek undir með þér.  Síðan vil ég líka bæta við eftirfarandi hópum og þjóðarbrotum sem Ísland ætti að sjá sóma sinn í að styðja við kröfur um sjálfstæði.

1) Vestmannaeyjar

2) Vestfirðir

3) Færeyjar

4) Grænland

6) Lappland

7) Baskar

8) Indíanar í Ameríku

9) Palenstína

10) Sígunar

11) Lúílíu Indíanar í Brasilíu

12) Eskimóar í Kanada

13) Frönskumælandi Kanadabúar

14) Vesturbæingar 

Björn Heiðdal, 25.12.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í mínum augum er um grafalvarlegt mál að ræða.

Við eigum ekki að blanda neinum gamanmálum við þessi döpru hernaðarlegu uppákomur sem eru þessum skammsýnu mönnum í Tyrklandi og í Pentagon detur í hug að standa að baki.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 25.12.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband