Seljum Seðlabankann!

Hvernig væri að selja þennan blessaða Seðlabanka ásamt öllu sem honum tilheyrir - ef einhver vill þá  kaupa?

Að öllu gamni slepptu má líta svo á að flest vandræði landsmanna megi rekja til þessa sama Seðlabanka. Fyrrum voru þar framkvæmdar allar gengisfellingar á íslensku krónunni okkar sem lengi vel var aðalþjóðarstolt okkar og haldreipi í daglegu amstri. Stundum fékk þá þjóðin einhverja þá einkennilegustu sótt sem fjármálamenn nefna kaupæði. Fóru landsmenn þúsundum saman í banka sína og leystu út allt sparifé sitt og keyptu sér frystikistur, þvottavélar, sjónvörp, húsgögn og hrærivélar. Og ef eitthvað var afgangs af sparifénu þá voru fylltir margir innkaupavagnar í búðunum enda var allt að snarhækka vegna þessara gengisfellinga. Allt var það Seðlabankanum að kenna! Skítt með ef síldin hvarf og annað fékkst ekki í staðinn.

Sú var tíðin að Seðlabankinn var einungis ein lítil skúffa í Landsbankanum. Þá gekk þjóðlífið sinn vanagang án þess að allt ætlaði af göflunum að ganga. Nú er það yfirblýantsnagarinn sem ákveður ýmist að hækka stýrivexti eða halda þeim óbreyttum. Vöxtum landsmanna er handstýrt með harðri hendi einungis af einum manni.

Seðlabanki er og verður aðeins til vandræða í íslensku þjóðlífi. Við Íslendingar eigum að hugsa til fornhetja várra og losa okkur hið snarasta við allt óþarfa bruðl. Við höfum selt alla hina bankana sem alls konar spekúlantar keyptu og seldu aftur hvor öðrum. Aldrei hefur verið jafnmikil viðskipti í landinu og þegar auður streymdi inn í landið sem hafði orðið til í brugghúsum og apótekum vítt og breitt um Evrópu og sjálfsagt víðar.

Með sölu Seðlabankans væri trúlega unnt að fá gott verð fyrir hann og kaupa nóg af Evrum. Þá ættu allir guðsvolaðir Íslendingar að vera mjög sáttir enda erum við mikið fyrir að kaupa allt sem heimurinn hefur upp á að bjóða.

Þá er seðlabankahúsið eitt það ólaglegasta hús sem byggt hefur verið norðan Alpafjalla þó víðar væri leitað. Mætti þess vegna fremur komaþví á öskuhauga sögunnar fremur en nokkrar gamlar krambúðir við Laugaveg frá fyrri tíð sem ku hafa menningargildi og það meira að segja nokkuð mikið.

Það er bjargföst skoðun Mosa að Seðlabanka íslensku þjóðarinnar verði að selja.

Seljum Seðlabankann - og það á stundinni!!

Mosi - alias 


mbl.is Seðlabankinn mun ekki grípa til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En djarft!
Eigum við ekki að selja fjármálaráðuneytið í leiðinni bara?

Guðmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigum við ekki að sjá til hvort einhver vilji kaupa Seðlabankann?

Fjármálaráðuneytið er allt annars eðlis: það framkvæmir skattalög, hefur yfirumsjón með skattheimtu, rekur ÁTVR, veitir fjárveitingar með hliðsjón af fjárlögum osfrv. Sem sagt miklir fjármunir fara þar í gegn sem sjálfsagt margir vildu komast að.

Seðlabankinn hefur hins vegar alltaf verið umdeildur, er n.k. eyðslustofnun án þess að tilgangurinn helgi meðalið annað en að vera n.k. krumpudýrageymsla eins og einhver gárunginn komst að orði hérna um árið.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband