9.8.2007 | 23:00
Seljum Seðlabankann!
Hvernig væri að selja þennan blessaða Seðlabanka ásamt öllu sem honum tilheyrir - ef einhver vill þá kaupa?
Að öllu gamni slepptu má líta svo á að flest vandræði landsmanna megi rekja til þessa sama Seðlabanka. Fyrrum voru þar framkvæmdar allar gengisfellingar á íslensku krónunni okkar sem lengi vel var aðalþjóðarstolt okkar og haldreipi í daglegu amstri. Stundum fékk þá þjóðin einhverja þá einkennilegustu sótt sem fjármálamenn nefna kaupæði. Fóru landsmenn þúsundum saman í banka sína og leystu út allt sparifé sitt og keyptu sér frystikistur, þvottavélar, sjónvörp, húsgögn og hrærivélar. Og ef eitthvað var afgangs af sparifénu þá voru fylltir margir innkaupavagnar í búðunum enda var allt að snarhækka vegna þessara gengisfellinga. Allt var það Seðlabankanum að kenna! Skítt með ef síldin hvarf og annað fékkst ekki í staðinn.
Sú var tíðin að Seðlabankinn var einungis ein lítil skúffa í Landsbankanum. Þá gekk þjóðlífið sinn vanagang án þess að allt ætlaði af göflunum að ganga. Nú er það yfirblýantsnagarinn sem ákveður ýmist að hækka stýrivexti eða halda þeim óbreyttum. Vöxtum landsmanna er handstýrt með harðri hendi einungis af einum manni.
Seðlabanki er og verður aðeins til vandræða í íslensku þjóðlífi. Við Íslendingar eigum að hugsa til fornhetja várra og losa okkur hið snarasta við allt óþarfa bruðl. Við höfum selt alla hina bankana sem alls konar spekúlantar keyptu og seldu aftur hvor öðrum. Aldrei hefur verið jafnmikil viðskipti í landinu og þegar auður streymdi inn í landið sem hafði orðið til í brugghúsum og apótekum vítt og breitt um Evrópu og sjálfsagt víðar.
Með sölu Seðlabankans væri trúlega unnt að fá gott verð fyrir hann og kaupa nóg af Evrum. Þá ættu allir guðsvolaðir Íslendingar að vera mjög sáttir enda erum við mikið fyrir að kaupa allt sem heimurinn hefur upp á að bjóða.
Þá er seðlabankahúsið eitt það ólaglegasta hús sem byggt hefur verið norðan Alpafjalla þó víðar væri leitað. Mætti þess vegna fremur komaþví á öskuhauga sögunnar fremur en nokkrar gamlar krambúðir við Laugaveg frá fyrri tíð sem ku hafa menningargildi og það meira að segja nokkuð mikið.
Það er bjargföst skoðun Mosa að Seðlabanka íslensku þjóðarinnar verði að selja.
Seljum Seðlabankann - og það á stundinni!!
Mosi - alias
Seðlabankinn mun ekki grípa til aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En djarft!
Eigum við ekki að selja fjármálaráðuneytið í leiðinni bara?
Guðmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 09:13
Eigum við ekki að sjá til hvort einhver vilji kaupa Seðlabankann?
Fjármálaráðuneytið er allt annars eðlis: það framkvæmir skattalög, hefur yfirumsjón með skattheimtu, rekur ÁTVR, veitir fjárveitingar með hliðsjón af fjárlögum osfrv. Sem sagt miklir fjármunir fara þar í gegn sem sjálfsagt margir vildu komast að.
Seðlabankinn hefur hins vegar alltaf verið umdeildur, er n.k. eyðslustofnun án þess að tilgangurinn helgi meðalið annað en að vera n.k. krumpudýrageymsla eins og einhver gárunginn komst að orði hérna um árið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.