Einkennileg viðbrögð

Mosi er steinhissa á þessum furðulegu viðbrögðum.

Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar sem tekin var vegna tilmæla frá ákveðnum aðila um

Milli 25 og 26 þúsund Íslendingar eru á aldrinum 18-23 ára. Þetta unga fólk sem er að vinna sér inn dálítinn aur í sumarfríinu ætlast nokkrir gróðapungar á Akureyri að hafa sem mest af þessu unga fólki í gróðahítina sína. Þessir kaupahéðnar fara hamförum af því að bæjarstjórnin tók ákvörðun um að takmarka samkomuhald á Akureyri þessa helgi vegna slæmrar reynslu undanfarinna ára. Og ekki nóg með það, skrifuð eru lesendabréf í blöðin og farið stórum orðum um þessa skynsömu ákvörðun.

Er fólk með öllum mjalla að fara fram á að bæjarstjórn segi af sér einungis vegna þessa máls? Þessi herferð gegn bæjarstjórninni er furðuleg að ekki sé meira sagt.

Á dögum Jóns Hreggviðssonar hefði verið gott að biðja um eitthvað þarflegt t.d. að flytja til landsins nóg af snæri enda kom það fyrir að menn lentu í vondum málum vegna snærisleysis.

Samkomuhald fór sem betur fer mjög friðsamlega fram um Verslunarmannahelgina að þessu sinni um allt land og það er ekki kaupahéðnum á Akureyri að þakka. 

Mosi 

 


mbl.is Tæplega hundrað manns skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hefur thu ekki paelt i tvi ad margt 18-23 ara folk er komid med fjolskyldur og hefur ekki i hyggju ad fara a eitthvad svakalegt tjutt? Vinafolk mitt matti t.d ekki fara tvi ad stelpan er 23 ara og strakurinn 24 ara... THAU ERU GIFT og med barn a leidinni...... finnst tetta vera mjog hallaerislegt!!!
Mer finnst asnalegt ad meina folki adgang bara utaf aldri

thelma (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 22:07

2 identicon

Mikið rosalega er ég ósammála þér Guðjón :)

Þetta finnst mér nú flokkast undir fasisma hjá ríkisstjórninni og síðan voga þeir sér að kalla þetta "síðasta úrræðið" eða "neyðarúrræði"  þegar fullt af aðilum eru tilbúnir að kasta peningum í aukna gæslu. Þú veist það líka að karlfeministahópnum var neitað að koma þarna með forvarnir gegn nauðgunum áður en þessi ákvörðun var tekin ? 

stebbi (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband